Úrval - 01.02.1975, Síða 88
86
ÚRVAL
Kona með skál — tréskurðarmynd.
•'X.'kMí.SC!' itlu eftir 1940 (e§ íuU-
yrði ártalið), birt-
.)!(. ist í „Degi“ á Akureyri
•)lí mynd af „snjókerl-
* ingu“; svo hljóðaði
en þarna
*
*
L
VN /In >.< kynningin
var það mjög villandi orðalag —
því myndin sýndi dásamlega líkn-
eskju af konu, sem heldur hefði átt
að vera úr marmara, svo manni
hlaut að renna til rifja, að sú snilli-
hönd sem það hafði unnið, skyldi
ekki hafa völ á varanlegra efni til
samræmis við lista-hæfileika sína.
Þessi snjólíkneskja fæddist um vet-
ur við Aðalstræti 70 á Akureyri í
garði umhverfis húsið, — til rauna-
lega stuttrar æfi. Höfundur hennar
var önnum kafin húsmóðir, með
heimili og börn, ásamt þeim um-
svifum sem því fylgja, — en óhætt
mun að fullyrða að í vöggugjöf hafi
hún hlotið þá listgáfu sem var nægi
lega sterk til þess að hljóta að krefj
ast réttar síns, og útrásar í ein-
hverju formi, — og mér fannst þeg-
ar er ég leit myndina, þó aðeins
væri mynd í blaði, að um hana
hefði engin hversdagsmanneskja
fjallað, — en höfundinn, Elísabetu
Geirmundsdóttur, hafði ég aldrei
heyrt nefnda, enda var hún þá ung
að árum.
Þessi árin var í uppsiglingu ný
mynd-iðja, — smáhlutir úr gibsi;
ekki er hægt að dást að því efni,
þó það birti marga kosti, ef snili-
ingar fjalla um það, en þar voru
sýnilega fleiri kallaðir en útvaldir,
— og þess guldu myndirnar. Samt
veitti ég fljótt eftirtekt myndum
sem skáru sig greinilega úr, •— og
báru mjög af um listahandbragð,
— þó fjöldaframleiðsla væri; þetta
voru styttur kvenna sem báru hin-
ar glæsilegu gerðir íslenskra þjóð-
búninga. Þegar ég velti þeim fyrir
mér með aðdáun, sá ég fangamark-
ið „E. G.“ á fótstallinum, og rann
þá samstundis upp fyrir mér ætt-
armót þeirra við snjó-prinsessuna
skammlífu, í Aðalstræti 70.
Gibsmyndunum fjölgaði, svo
segja mátti, að þær flæddu yfir á
tímabili, en upp úr flóðinu, stóðu
þó alltaf myndir með „E. G.“ á
fótstallinum. M. a. kom þar hýrleit,
gömul og góðleg kona, með prjón-