Úrval - 01.02.1975, Page 92
90
ÚRVAL
Kona að snyrtingu — tréskurðarmynd.
það að þykja ekki Elísabet metin
að verðleikum, í sinni hérvist, —
hvað sem síðar kann að verða. Skal
hér aðeins nefnt eitt dæmi þess:
Einu sinni var mikil sýning haldin,
í nýju mjólkurstöðinni, áður en hún
var tekin til sinni ákvörðuðu nota,
og helguð frístunda-málurum; þar
var uppi ein mynd eftir Elísabetu,
— en sannfrétt þykist ég hafa að
hún sendi þangað þrjár, — og má
mikið vera, ef ekkert hefur slæðst
þar upp síðra, en þær tvær, sem
ekki hlutu þá náð. Hver aðgöngu-
miði þarna gaf eiganda sínum rétt
til að greiða atkvæði um fyrstu,
aðra og þriðju bestu mynd, að eig-
in áliti. Eftir því sem næst verður
komist, hefur mér verið sagt, að
mynd Elísabetar hafi fengið flest
atkvæði, — en hvorki veit ég né
aðrir til, að úrslit þeirrar atkvæða-
greiðslu væru nokkurn tíma opin-
beruð, — sem átt hefði þó að vera,
a. m. k. höfundi þeirrar myndar
sem sigraði.
Þegar hún ,,Beta“ hafði leitt mig
inn í ríki sitt forðum, -— vorum við
fljót að átta okkur hvort á öðru,
hlédrægnin hvarf eins og dögg fyr-
ir sólu, og eftir litla stund vorum
við eins og samræmd systkini, —
eða legið hefði lengi einhver taug
á milli okkar, — sem reynast mun
ærið teygjanleg, enda var margt
líkt í lífsskoðunum okkar og áhuga-
málum. Hún gaf mér, í alúð og
hreinskilni, glögga innsýn í sína
fjölþættu list-iðju. Ekki hittumst
við nema tvisvar, en bréf fóru að-
eins á milli okkar, á þeim fáu ár-
um sem hún átti þá eftir að dvelj-
ast hér, — og taugin bilaði ekki.
Má því vera skiljanlegt, að mér
hefði ekki þótt önnur manneskja,
mér vandalaus, sem vant er að
kalla, hverfa jafn of-fljótt héðan,
— enda var hún enn á góðum aldri,
aðeins fjörutíu og fjögurra ára, full
af lífsorku og hugmyndum, — þó
aðdragandi væri að banameini
hennar, sem tafði þá fyrir eldleg-
um áhuga hennar, og lamaði starfs-
þróttinn.
Eitt það, sem eftir hana lá teikn-
að, en henni entist ekki aldur til
að ljúka, var samstæða mynda úr
sívölu járni, ætluð til að greypa í
girðingu; þær eru af konu við garð-