Úrval - 01.02.1975, Page 96
94
URVAL
Sérfræðingur í hinni göfugu biðraðalist segir frá því,
hvað hægt er að læra um aðrar þjóðir, þegar
maður stendur í hiðröð með þeim.
Komdu með
í mína
biðröð
JAMES LINCOLN COLLIER
ífé
*
*
Þ
•'isií* er kynnast
>j< heiminum á margan
íií hátt. Að standa í bið-
* röð er aðferð, sem ég
tek fram yfir aðrar.
Ég byrja auðvitað á
USA, heimalandi mínu. Enginn
ameríkani þolir þegjandi aðgerðar-
leysi í meira en 15 sekúndur. Sé
um að ræða biðröð, hefjast um-
ræður á algengum athugasemdum
eins og: „Hvað á það að þýða að
hafa ekki fleiri miðasölulúgur í
gangi?“ eða: „Líttu á hann þennan,
hann var að reyna að pota sér inn
fyrir framan!“
Rétta svarið hljóðar á þá leið,
að það sé skrambi slæmt. Ef mað-
ur svarar ekki svona athugasemd,
segir sá sem reyndi að hefja sam-
ræður: „Sumir halda, að þeir séu
hátt yfir aðra hafnir, af því að
þeir ganga með hálsbindi." Og í
USA er það þjóðfélagslegt afbrot
að halda að maður sé yfir annan
hafinn.
Ef þú vilt komast hjá samræð-
um, er reynandi að tala eitthvert
annað tungumál, til dæmis frönsku.
En þá geturðu átt von á, að sagt
verði við þig: „Ertu ítali? Amma
mín var ítölsk. Hún dó í fyrra. Það
var lifrin. Læknarnir höfðu aldrei
séð nokkurt því líkt. Er þín lifur
í lagi?“
Og þá er komið að þér og það
er betra að svara einhverju heldur
en ekki.