Úrval - 01.02.1975, Síða 105
Á meðan var ég að þinga við Pétur og þrefa.
um það að fá dvöl á útvaldra samastað,
og eftir að hafa gluggað í gerðabækur
hann gat ekki neitað, að sanngjarnlegt væri það.
En nú hef ég dvalið árlangt á efri byggðum
við amen og halelúja og gloríusöng,
og skylt er að játa, að í mér er ónotabeygur,
hvort eilífðin muni ekki reynast mér nokkuð löng.
í gærkvöldi varð mér að gægjast niður til vítis,
með grun minn og spurn yfir brjóstriðið hallaði mér:
Hó, þið þarna niðri, getið þið sagt mér með sanni,
hvort sálinni leiðist jafn frámunalega og hér?
Mér svaraði enginn, en úti um götur og stræti
svall ólgandi mannhaf og hlóðst upp í glaðværðarþrengsl.
Skyldi ekki guði hafa komið til hugar
að hafa við ríkið gagnkvæm menningartengsl?
ET DREKK OG VER GLAÐUR
Hví ertu að drúpa höfði, litla hjarta?
Hlæðu, taktu dansspor og syngdu.
Og vilji koma kökkur upp í hálsinn,
þá kingdu!
Hví skyldi nokkur bera sorg til sýnis?
Sorg þín, vittu, er aðeins gleði hinna,
sem allt, er hlaustu, gjarnast þráðu, en þorðu
þér minna.
Svo reistu kollinn, litla hjarta, og hlæðu,
hell fullan bikar, lyft honum glatt og kingdu!
Þakkaðu guði fyrir syndir og sælu
og syngdu!