Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 107
SPÆJARAR
105
til að stemma stigu við innbrota-
öldu, sem reið yíir ensk herrasetur
og átti orsakir sínar í vaxandi eftir-
spurn á listaverkum og fommun-
um. ,,Erfðagrip“, sem illa var gætt,
mátti nú orðið selja fyrir fúlgur
fjár. Málverk frá Viktoríutíman-
um, sem keypt var á einu lista-
verkauppboði Christis skömmu eft-
ir stríð fyrir nokkur hundruð krón-
ur, mátti nú selja fyrir milljón eða
meira.
Frá því 1968 hefur þessi sérdeild
rakið slóð stolinna listaverka, sem
samanlagt mundu nema að verð-
mæti um 2,5 milljarða króna. I
Lundúnaborg einni hefur tjón af
völdum listaverkastulda verið lækk-
að um að meðaltali 6/7. Þessi ótrú-
legi árangur hefur skapað deild-
inni mikinn orðstír, sem borist hef-
ur víða um heim, og listaverkasal-
ar erlendis láta ekki lengur við
það sitja að tilkynna sinni eigin
lögreglu tjón þeirra, heldur gera
einnig viðvart um það í herbergi
265.
Þessi deild Scotland Yard hefur
samvinnu við 117 lönd, sem aðild
eiga að Interpol, en hefur einnig
„óopinber" sambönd um heim all-
an. En árangurinn er ekki hvað
síst að þakka góðri samvinnu við
listaverkasala í Lundúnum, borg-
inni, þar sem stóru listaverkaupp-
boðin eru haldin. — ,,Ef listaverki
er stolið, er ekki unnt að setja það
á uppboð hér í Lundúnum, án þess
að við fáum vitneskju þar um,“
segja þeir í herbergi 265.
TEPPI SOLDÁNSINS. Sagan um
teppi soldánsins lýsir vinnubrögð-
unum nokkuð vel. Það hófst allt
með því, að teppasali einn í Lund-
únum hringdi í yfirlögregluþjón af-
brotadeildarinnar, Sidney Wisker,
og lýsti fyrir honum nokkrum tyrk-
neskum silkiteppum, sem ofin höfðu
verið fyrir nær 90 árum að pöntun
Tyrkjasoldáns. Teppin voru millj-
ón króna virði hvert stykki — og
menn athugi, að þetta var fyrir
nokkrum árum. „Hafið þið fengið
tilkynningu um, að tveimur tepp-
anna hafi verið stolið?" spurði teppa
salinn. „Nei,“ svaraði Wisker, „og
hvað með það?“ „Þau eru nú til
sölu hér í Lundúnum," útskýrði
teppasalinn. „Ef salan er lögleg og
pappírar og afsöl í góðu lagi, þá
ætla ég að kaupa þau sjálfur."
Þetta dugði Wisker til þess að
hann hóf rannsókn ásamt Donald
Langton leynilögreglumanni. Deild-