Úrval - 01.02.1975, Síða 109
SPÆJARAR
107
í Lundúnum. ,,Til Þýskalands,"
svaraði hinn og tiltók þrjá virta
starfsbræður sína, sem kynnu að
hafa áhuga á svona teppum.
Wisker hringdi þegar í stað til
skrifstofu Interpol í Wiesbaden,
og að nokkrum stundum liðnum
fékk Scotland Yard tilkynningu
um, að slóð teppanna hafði verið
rakin til teppasala í Múnchen. Þessi
rannsókn, sem spannaði yfir fjög-
ur lönd, hafði ekki tekið nema þrjá
sólarhringa.
En þjófarnir höfðu aftur gufað
upp. Þeir höfðu skipt upp ráns-
fengnum í Antwerpen, og síðan
skildu leiðir. Þar sem þeir höfðu
ekkert brotið af sér í Lundúnum,
hélt annar þjófanna, að honum
mundi óhætt að fljúga þangað. Að
beiðni Interpol lagði „listadeildin"
hald á hans hluta af söluverði tepp-
anna og geymdi þar til unnt yrði
að legaja fram hin fellandi sönn-
unargögn. En þjófurinn kaus að
láta sig hverfa enn á ný og gaf
frá sér alla von um kröfur í pen-
ingana. Peningarnir runnu aftur
til býska teppasalans, sem keypt
hafði teppin af þjófunum. En tepp-
unum var skilað aftur til Jóhann-
esarborgar.
Níu tímarit listmuna og forn-
gripa birta nú reglulega ljósmynd-
ir og nákvæmar lýsingar af stoln-
um munum, svo að heiðarlegir
kaupsýsluhéðnar geti varað sig á
beim. Þessi tegund eftirlýsinga
hófst að undirlagi listadeildar
Pcotland Yard, og fyrsta myndin
leiddi einmitt til þess, að dýrmæt
japönsk skál, sem hafði verið týnd
í níu mánuði, kom í leitirnar fáum
dögum eftir birtingu myndarinnar.
Vinnan við að leggja fram þessar
upplýsingar til að þekkja aftur
stolna gripi krefst ekki nema í
hæsta lagi 40 til 50 klukkustunda
á ári. Þeim tíma er sannarlega ekki
varið til ónýtis. Bara í fyrra heimtu
menn aftur með þessu móti þýfi,
sem nam að verðmæti um 15 millj-
ónum króna. En þessi aðfsrð er
mjög háð ljósmyndum. Því eru
eigendur slíkra dýrgripa eindregið
hvattir til að láta mynda kjörgrip-
ina í litum og helst með einhvern
mælikvarða við hliðina, svo að
glöggva megi sig á stærð þeirra.
MÁLVERK DROTTNINGARINN-
AR. Um málverk drottningarinnar
gegndi hins vegar öðru máli. Þar
var ekki þörf ljósmynda, því að
um var að ræða verk tveggja frægra
hollenskra meistara, svo þekkt, að
stóra spurningin var aðeins, hvern-
ig í ósköpunum þjófarnir hugsuðu
sér að losna við þau. Annað var
„Tveir grísir, sem bíða slátrunar“
eftir Cornelis Saftlevens í Bucking-
hamhöll. Hitt hafði verið tekið úr
Hampton Court-höll. Bæði mál-
verkin voru það lítil um sig, að
þjófurinn gat auðveldlega laumað
þeim með sér út í innkaupatösku.
Svipaðri aðferð hafði sennilega
verið beitt við átta þjófnaði aðra
á málverkum í meðalverði, en und-
ir venjulegum kringumstæðum var
hægt að selja þau án þess að vekja
grun.
En það umtal, sem þjófnaðirnir
vöktu, leiddu augljóslega til þess,
að ekkert málverkanna — og þá
alls ekki drottningarinnar — voru