Úrval - 01.02.1975, Page 111
SPÆJARAR
109
hann dag einn íékk upphringingu
írá útibúi Lloyds-banka í Belgrave
Road. Honum var tilkynnt, að
bankinn hefði fengið málverk
drottningarinnar rétt í þessu með
morgunpóstinum.
Þegar lögreglumenn börðu aftur
dyra hjá íranum, fréttu þeir, að
hann væri farinn til útlanda. En í
námunda við íbúðina fundu lög-
reglumennirnir sendibíl með kof-
fortum írans og ferðatöskum. Sjálf-
ur var hann ekki kominn lengra.
Þegar hann sá laganna verði, lagði
hann á flótta í gegnum húsgarð-
ana, en náðist fljótt, þar sem hann
hafði falið sig í runna. í fátinu
hafði hann gleymt að eyðileggja
málverkaramma, sem sérfræðingar
Don Langtons fundu, og ramma-
gerðarmaðurinn vitnaði um, að
hafði verið gerður utan um „Tvo
grísi, sem biðu slátrunar“. Þar með
var sannanakeðjan fullkomnuð. fr-
inn var dæmdur í fimm ára fang-
elsi fyrir sinn þátt í málverka-
svindli og stuldum, sem færðu af-
brotamönnunum nær átta milljón
krónur í aðra hönd.
En listaverkin, sem menn fundu
hjá belgíska listaverkasalanum,
voru langtum meira virði. Hinir
réttu eigendur í Englandi fengu
málverk sín og forngripi aftur með
skilum og námu þau að verðmæti
nær 50 milljónum króna.
MAFÍUMÁLIÐ. Það er sennilega
„mafíumálið“, sem er stærsta fjöðr-
in í hatti listadeildarinnar, en
henni tókst þar að spilla áformum
þessa glæpafélagsskapar um að
koma stolnum listaverkum í verð-
mæti í Lundúnum. Fyrsta ábend-
ingin um að eitthvað væri á seyði,
barst með símhringingu. Sá, sem
talaði, sýndi af sér staka varkárni,
og vildi af öryggisástæðum ekki
láta nafn síns getið. Allt, sem hann
gat upplýst um, var, að mörgum
ítölskum málverkum hefði verið
smyglað til Lundúna, og þar væri
mafían illræmda að verki.
Til þess að slá því föstu, hvaða
málverk um væri að ræða, létu lög-
reglumennirnir gera teikningar af
eftirlýstum málverkum og studd-
ust þar við lista Interpols yfir 3000
stolin málverk. Þeir námu staðar
við einn stórþjófnaðinn. Hálfu ári
áður hafði tíu ómetanlegum dýr-
gripum verið stolið úr St. Dome-
nicokirkjunni í Taverna. Nú var
það um liðið síðan, að þjófarnir
töldu að líkindum óhætt að koma
þýfinu í peninga.
En þótt leynilögreglumennirnir
teldu sig nú vita, eftir hvaða mál-
verkum þeir ættu að leita, var það
hægara sagt en gert. f von um eitt-
hvert spor hélt Don Langton uppi
hringingum til mannsins, sem hafði
veitt þeim ábendinguna. í fyrstu
var hann mjög tregur til vegna
þeirra einstöku kringumstæðna,
sem leitt höfðu til þess að hann
fékk vitneskju um málverkin. Hon-
um stóð einnig stuggur af mafí-
unni. En smám saman með þolin-
mæði og skilningi tókst Langton
að vinna trúnað mannsins. Á fjórða
degi ljóstraði hann því upp, hvar
málverkin væru falin: „Farangurs-
geymslu Eustonstöðvarinnar".
Undir stjórn Ron Andrews, lög-
reglufulltrúa, tók hópur lögreglu-
manna sig til og hélt að Euston-