Úrval - 01.02.1975, Page 120
118
írlands, og skapaði möguleika til að
svíkja norðurhlutann í hendur
henni. — Nei. það skyldi aldrei
verða, og drottinssvikaranum, Bri-
an Faulkner, var vikið úr for-
mennsku stærsta stjórnmálaflokks
mótmælenda.
Höfðu menn gert hlut kaþólskra
of góðan í þessarj tilraun? — Það
var þá ómögulegt að merkja það á
forvígismönnum kaþólskra. Hund-
óánægðir með tillögurnar höfðu þeir
sömuleiðis hafnað þeim, og IRA
hótaði nýrri hryðjuverkaöldu, ef
þær yrðu framkvæmdar.
Annar talar í suður og hinn í
norður. Það er eins og talað sé
sitt hvert málið og um gjörólík
málefni. Gljúfrið á milli bæði allt-
of breitt og of djúpt til þess að það
sýnist með nokkru móti yfirstígan-
legt.
Þessu vandamáli verður ekki
jafnað við neitt annað, sem menn
þekkja* nema þá stríðið í Víetnam,
sem aldrei sýnist ætla að taka enda.
Aldrei.
Eins og í Víetnam er um að ræða
tvo aðskilda landshluta, norður og
suður. Eins og í Víetnam er hver
höndin upp á móti annarri í öðr-
um landshlutanum. Taugar eins að-
ilans í deilunum þar standa þó til
suðurhlutans og vilja sameinast
honum. — Sumir þessara líta á
nærveru breska hersins og öryggis-
sveitanna nákvæmlega sömu augu.m
og kommúnistar litu á bandaríska
herinn, sem þátt tók í Víetnam-
styrjöldinni. Þó líta bretar sjálfir
svo á, að herinn sé þarna aðeins
hafður til þess að koma á kyrrð í
ÚRVAL
landinu. Enginn hefur lýst yfir
stríði, nema IRA.
Einn reginmunur er þó á Norður-
írlandi og Víetnam. Víetnam breta
er á þrepskildi heimilis þeirra. Það
er eins og eldfjall, sem spýr eldi
og eimyrju yfir sundið til Eng-
lands. þar sem IRA hefur unnið á
síðustu mánuðum hryðjuverk á
borð við þau, sem verst hafa verið
unnin á N.-írlandi sjálfu.
Það var engin furða, þótt bretar
misstu fyrir löngu þolinmæðina
með þessu olnbogabarni sínu. Á
miðju ári í fyrra voru uppi hávær-
ar raddir í Bretlandi um að safna
bæri undirskriftum eins og milljón
manna til að skora á stjórnvöld að
hætta afskiptum af írlandi og láta
vandræðagemlinginn sigla sinn sjó.
Þótti mönnum nóg um, hverju
fórnað hefði verið í mannslífum og
tilkostnaði fyrir óþökk eina og leið-
indi.
Þessar raddir hjöðnuðu þó aftur,
þegar hryðjuverkamenn hertu
sprengjusóknina á Bretlandi. Eftir
fjöldamorðin í Birmingham, þar
sem nær tveir tugir englendinga
létu lífið af völdum vítisvélar ÍRA,
hét Wilson forsætisráðherra of-
stækismönnum því, að þeir mundu
aldrei fá sitt fram með ofbeldi.
Stjórnarskiptin í Bretlandi fyrr
á árinu 1974 höfðu einnig átt sinn
þátt í því, að afstaðan breyttist
ögn. Forvígismönnum IRA er ekki
úr minni liðið, að Wilson þegar
hann hafði áður stjórn landsins
undir höndum, hafði lýst yfir sam-
einingu frlands innan fimmtán ára.
Til þess að utanaðkomandi geti
með nqkkru móti áttað sig á því,