Úrval - 01.02.1975, Side 129
Að vera Don Juan er bara spurn-
ing um, hvort maður nennir því.
Professor Warburg.
<«« < «« ««<« <
Meðan fórnarlömb Don Juans
vöruðu hvert annað við honum,
kepptust allar lagskonur Casanova
um það í sælli vímu að mæla með
honum, systur við systur og mæð-
ur við dætur.
Merete Bonnesen.
(«««««««««-«<« «
Þú ert ruglaður í kollinum, hjart-
að reiðubúið að gera alls konar
barnaskap, vinnuþrekið stórlega
skert, dagarnir fullir af æsingi og
næturnar án svefnhvíldar. — Þetta
er kölluð hamingjusöm ást — spyrj-
ið bara alla ástfangna.
O. Blumenthal.
««««««
Ef maður gæti bara fallið konu í
fang án þess að falla henni í hend-
ur.
Ambrose Bierce.
Karlmenn eru afbrýðisamir út í
fyrirrennara sína — konurnar út í
þær sem koma á eftir.
Marcel Achard.
««-«-<-< <<<<<< <<««««<<
Karlmennirnir elska með augun-
um — konurnar með eyrunum.
Oscar Wilde.
MH«-««-<<«-<««««««
í ást gilda öll brögð — bara að
þau skilji ekki eftir sig marbletti.
Bodil Steen.
í heiminum eru til tvenns lags
konur: Þær, sem hafa hjarta og
elska aðeins einn, og hinar, sem
ekkert hjarta hafa og elska hundr-
að.
Jozsef Eötvös.
«-«< <««««.< «««««<
Það eru ekki til margar siðlátar
konur, sem ekki eru lúmskt leiðar
yfir því.
La Rochefoucauld.
<««<. <«:«««««««««
Venjuleg ung stúlka vill heldur
vera falleg en gáfuð. Venjulegur
ungur maður. sér nefnilega betur
en hann hugsar.
„Rag“.
f <«-«« «« <««« « «« < -
Aldrei hefur maður unnað konu,
án þess að hún gerði sér það ljóst,
án tillits til hvort hann vissi það
eða ekki.
Vilhelm Topsþe.
«-<-«-««■«■««<««■«««
Þegar tvö, sem elskast, eru ekki
saman, gerir fegurð vorsins þau að-
eins ennþá hryggari.
Bhartrihari.
K « <««««<<««<<<<<«
Það er eins í happdrætti ástar-
innar og einhverju öðru happdrætti:
Maður getur ekki spilað á áttunda-
partsmiða og um leið vænst heil-
miða vinnings.
Nis Petersen.
t««<-<-< <<<<<<<<<<<<<<«<<-
Þú skalt elska þann næsta.
Dorothy Lamour.