Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 132
130
ÚRVAL
hann að skera burkna til þess að
fóðra með básana fyrir veturinn,
og svo þurfti han nað lagfæra
hleðsluna í kring. Það yrði að ger-
ast, áður en vetur gengi í garð.
„JACKIE," SAGÐI HANN, „sérðu
netin?“
Drengurinn, 12 ára gamall, lá í
hnipri í stefninu og hafði blundað
við og við. Hann var grannur, en
hár eftir aldri, ljóshærður. Hann
var mitt á milli barns og pilts,
stundum kátur og gefinn fyrir leik,
stundum dreyminn, en þar fyrir
utan vinnusamur og verklaginn.
En Cormac treysti honum aldrei til
fulls. Jackie settist upp og leit til
vinstri.
„Þau eru þarna,“ svaraði hann.
„Heldurðu að við höfum fengið
eitthvað?"
Cormac svaraði ekki. Hann svar-
aði aldrei spurningum upp á von
og óvon, ef búast mátti við, að hið
rétta kæmi í lj ós af sjálfsdáðum.
Hann leit um öxl, þangað sem
Jackie benti, sá dökkan díl, þar
sem fyrsta baujan var, og reri
þangað.
Báturinn rann upp að baujunni.
Þetta var trébátur, traustur og vel
bikaður. Þegar Cormac var ungur,
voru allir bátar úr striga, sem
strengdur var á létta trégrind.
Hann seildist eftir netinu og dró
það hægt um leið og hann svipað-
ist um eftir fiskunum.
Jackie hallaði sér út yfir lunn-
inguna og horfði á. Honum varð
oft starsýnt á stórar og harðgerðar
hendur föður síns. Hiti, kuldi og
sársauki virtust aldrei hafa nein
áhrif á þær. Þær voru stór, kjöt-
bólstruð, sveigjanleg tæki úr bein-
um og vöðvum, neglurnar hrjúfar
og brotna skinnið fremur börkur
en hörund.
Þegar honum varð svo litið á
sínar eigin hendur, varð honum
ljóst, að þær yrðu aldrei eins og
hendur föður hans — sterkar, nyt-
samar hendur, sem ekkert hefði
áhrif á, hvorki kuldi úthafsins eða
viðureign við árnar, ljá, sigð né
reku. Hans eigin hendur voru
grannar og brúnar, næstum kven-
legar. Drengurinn óttaðist, að hann
yrði aldrei maður á borð við föður
sinn, og stundum á nóttunni bað
hann heilagan Brendan að biðja
guð að gefa sér sterkar hendur og
sterkar axlir, svo hann gæti orðið
að manni.
Ef hann yrði einhvern tíma að
manni, ætlaði hann að gefa Eilis
alla sína krafta, svo að hvenær,
sem hún þyrfti að gera eitthvað,
sem afl þyrfti til, gæti hún notað
hans afl. Hann lét sig dreyma um
þetta, meðan faðir hans dró skekt-
una hægt meðfram netinu, dró það
upp og lét það falla aftur, þar sem
ekkert var í því.
Það var dálítið af kóröllum í
netinu — beittum og bleikum. Þeir
bárust um með straumum flóðs og
fjöru, festust í netunum, og þar sem
þeir voru svo beittir, að þeir gátu
auðveldlega skemmt netin, varð að
taka þá úr. Þegar kórallarnir voru
of fastir til þess að hægt væri að
taka þá úr, lagði Cormac þá á borð-
stokkinn og molaði þá með hnef-
anum.
Jackie reyndi að mola nokkra