Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 136
134
flatt, en fallegt, sérlega voru sæ-
græn augun fögur. Sólin vann ekki
á því, nema bjó til fáeinar frekn-
ur. Eilis var ekki málgefin, en hún
var stundum stríðin, og stundum
átti hún til að það sem rangt var,
bara af einhverjum prakkaraskap.
CONNEELEYFÓLKIÐ VAR að
sumu leyti öðruvísi en annað fólk,
en Pat Conneeley var besti fiski-
maðurinn á eynni. Hann hafði sama
hæfileika til þess að fiska og sumir
hafa til þess að rækta. Báturinn
hans var ekkert betri en hinna, né
heldur línurnar hans, netin eða
humargildrurnar. Það var eins og
Pat Conneeley hefði náð einhverju
samkomulagi við fiskana. Hann
vissi ekki einungis, hvar fiskurinn
myndi fást, heldur einnig hvenær,
með hvaða beitu og hve lengi.
Eftir morgunverðinn sagðist
Jackie ætla að skreppa yfir til
Conneeley og vita, hvort hann hefði
fiskað eitthvað um morguninn.
Móðir hans leit á hann og brosti.
Hún vissi að hann langaði að hitta
Eilis, og þegar hann hitti hana,
myndi hann ekki segja neitt, held-
ur aðeins horfa á hana og roðna og
finna sinn eigin hjartslátt.
„Taktu með þér mjólk handa
Reecehjónunum," sagði hún. „Kýr-
in þeirra er geld.“
,,Eg skal gera það,“ svaraði
Jackie.
„É'g þarf að láta hann hjálpa mér
með dyrnar,“ sagði faðir hans.
„Hann er of lítill ennþá,“ sagði
móðir hans kæruleysislega. „Þú
verður að fá Pat Conneeley til að
hjálpa þér. Þetta er verk fyrir tvo
ÚRVAL
fullorðna menn, ekki fullorðinn
mann og dreng.“
„Talaðu þá um það við Pat Con-
neeley," sagði Cormac, og Jackie
lagði af stað með mjólkina.
Það lá stígur frá húsi Joyce yfir
að húsi Conneeleys hinum megin á
eyjunni, og þaðan til Reece. Þetta
var eina gatan á þessu litla eylandi,
og sums staðar varð að klöngrast
yfir veggjabrot, til þess að komast
leiðar sinnar.
Á þessari leið var brunnur heil-
ags Brendans. Þegar Jackie kom að
brunninum, nam hann staðar og
leit ofan í hann. Rústir aðseturs
heilags Brendans voru ennþá sjá-
anlegar uppi á háeyjunni, og hann
hafði blessað þennan brunn, áður
en hann lagði af stað í ferð sína
yfir Atlantshafið, þegar — að því
er sumir álitu — fann Ameríku.
Það var átta hundruð árum áður
en Kólumbus fann Nýja heiminn.
Hann blessaði þennan brunn,
vegna þess, að úr honum var vatn-
ið, sem hann notaði til ferðarinnar.
Og þótt hann gæti ekki tekið með
sér meira vatn en í skinnbelg, ent-
ist það honum alla leið, og þó var
hann mörg ár á leiðinni. Síðan heil-
agur Brendan blessaði þennan
brunn, lét ekkert lífið, sem í hann
féll.
Jackie setti frá sér mjólkurföt-
una og hallaði sér yfir brunninn.
Vatnið í honum var grænleitt, en
gott á bragðið. í vatnsskorpunni
barðist stór vespa, með gulum og
svörtum rákum. Drengurinn virti
fyrir sér vespuna, sem suðaði og
snerist, hún fiaut á bakinu, og fæt-
urnir iðuðu í örvæntingarfullri til-