Úrval - 01.02.1975, Síða 146
144
ÚRVAL
Jackie, „en það hafa verið skrýtn-
ir fuglar á sjónum, og pabbi seg-
ir, að það sé eitthvað að í sjónum.“
Gamli maðurinn sagði ekkert, en
einbeitti sér að vinnu sinni og leit
endrum og eins út á haf.
N/BSTA MORGUN, þegar Jac-
kie fór með föður sínum að vitja
um netin, fundu þeir aðeins þrjá
makríla í þeim en mikið af þara
og þangi. Þar var ekki einungis
guli þarinn, sem vex nærri landi,
heldur einnig hinn slepjulegi, dökki,
sem verður til á djúpsævi. Einnig
í dag var mikið af þessum litlu
fuglum. Þeir tístu eins og mýs og
difu fótunum í sjóinn, en settust
ekki. Feðgarnir horfðu þögulir á
þá og út á hafið handan við Skess-
urnar, þaðan sem fuglarnir komu.
Öldurnar voru þyngri, en blæja-
logn.
„Við skulum taka upp netin,“
sagði Cormac.
„Heldurðu, að það hvessi?“
spurði Jackie. En faðir hans svar-
aði ekki. Það var ekki vit í að
svara, þegar hið rétta myndi koma
í ljós.
Það var erfitt að innbyrða net-
in, vegna þarans í þeim. Jackie
stritaði við að reyta úr þeim, þar
til hann verkjaði í handleggina af
kulda og þreytu. En hann hélt
áfram, því hann vildi vera sterk-
ur og taldi sér trú um, að heilagur
Brendan hefði gert hendur hans
stærri og sterkari, og að hann væri
í rauninni ekkert þreyttur, heldur
aðeins vanur að telja sér trú um,
að svo væri. Hann hélt ótrauður
áfram, beit á jaxlinn og öfundaði
föður sinn af sterkum höndunum
og öxlunur, sem aldrei þreyttust.
Hann hét sjálfum sér því að hvíla
sig ekki fyrr en faðir hans hvíldi
sig. Og þegar hann var að því
kominn að rjúfa þetta heit, gerði
hann samning. Hann vissi ekki, við
hvern þessi samningur var, en hann
var eitthvað á þessa leið: Ef hann
hætti ekki að reyta úr netunum
fyrr e'n faðir hans, ætlaði hann að
fara til Eilis og hún myndi vita um
tilfinningar hans, án þess að hann
þyrfti að segja nokkuð. Með þess-
ari ákvörðun hélt hann áfram að
hreinsa netið. En þegar faðir hans
sá hendur hans titra af þreytu,
sagði hann: „Taktu þér nú frí,
Jackie, og hvíldu þig stundarkorn.“
„Nei,“ svaraði Jackie.
Faðir hans virti hann fyrir sér
um hríð og brosti: „Ég ætla að
hvíla mig sjálfur. Svo seildist hann
í sígaretturnar sínar, sem hann
geymdi í tinboxi frammi í stafni
og fékk sér eina. Jackie sneri sér
undan, svo faðir hans sæi ekki
þakklætistárin í augum hans.
ÞEGAR ÞEIR HÖFÐU lokið við
að innbyrða netið, tóku þeir einn-
ig humargildrurnar og reru í land.
Þeir settu netið á handvagninn og
drógu hann heim að húsinu. Þetta
var óvenjulegt, því oftast nær var
netið breitt til þerris ofan við
höfnina. Nú settu þeir netið yfir
stráþakið á húsinu og negldu það
við veggina með bátasaum. Þá
vissi Jackie, að það var stormur í
nánd, hann var úti á hafinu og
nálgaðist stöðugt.