Úrval - 01.02.1975, Side 147
STERKAR HENDUR
145
„Fyrsta daginn,“ sagði hann við
sjálfan sig, „var hávaðinn í tröll-
unum eins og tifið í veggjatítlu.
Hann hlustaði á tístið í litlu fugl-
unum og óttaðist.
Eftir morgunverðinn kinkaði
Cormac kolli til Jackie, og þeir
fóru saman til Pat Conneeley. Pat
var að gera við net. Hann krækti
því upp á krók á húsveggnum og
strengdi það yfir hné sér, meðan
hann vann hratt og örugglega með
nálinni.
„Hefur þú heyrt nokkrar veður-
fréttir í írska útvarpinu?“ spurði
Cormac. Pat Conneeley svaraði
ekki strax, svo leit hann upp og
sagði: „Þú hlýtur að hafa tekið
eftir fuglunum í morgun.“
„Jamm,“ svaraði Cormac.
„Og þaranum í netunum?"
„Jamm.“
„Það segir meira en útvarpið.
Það er að bresta á óveður. Það er
verst, að báturinn þinn skuli vera
úr tré, svo þú kemur honum ekki
inn. Ætli strigabátarnir séu ekki
bestir, þegar allt kemur til alls!“
„Báturinn er óhultur í höfn-
inni.“
„Heldurðu það?“ svaraði Pat.
Svo ákvað hann að hætta allri
kerskni. Eilis hafði stríðnina frá
honum. „Það er versta veður á
leiðinni, segir útvarpið," sagði
hann. „Stóru línuskipi frá New
York var snúið við vegna þess. Og
annað franskt farþegaskip, varð
einnig að snúa við til hafnar, sem
það var nýlagt frá. Og fimm ís-
lensk skip hafa farist með allri
áhöfn, guð veri sálum þeirra mis-
kunnsamur."
„En fólkið á Inishmagh?"
„Það er á förum frá eynni. Land-
helgisgæslan flytur það í land.“
„Það er óhjákvæmilegt fyrir það
að fara,“ sagði Cormac. „Eyjan er
svo láglend. Það flaut yfir hana í
óveðrinu fyrir fimmtán árum.“
„Þá var eyjan ekki sjáanleg í
þrjá sólarhringa," sagði Pat Con-
neeley. „Það er engin höfn á eynni,
sem varðskipin komast inn í, og
ekki er hægt að sundreka naut-
pening út að skipinu, því það er
ekki nokkur leið að innbyrða hann.
„Ef flýtur yfir eyna, missir fólk-
ið allar kýrnar sínar,“ sagði Cor-
mac.
„Það er rétt,“ svaraði Pat.
Jackie stóð álengdar ásamt Con-
neeleybörnunum og hlýddi á. Eilis
sat hjá föður sínum. Hún var bros-
andi, því faðir hennar var gáfað-
asti og besti fiskimaðurinn á eynni
og Cormac Joyce varð að koma til
hans til þess að fá góð ráð. Jackie
sá bros hennar og reiddist því.
Honum fannst að faðir hans hefði
gert sig hlægilegan með því að
spyrja um kýrnar á Inishmagh. í
reiði sinni sagði hann: „Ég myndi
ekki yfirgefa kýrnar mínar. Ef ég
gæti ekki komið þeim frá eynni,
myndi ég verða kyrr hjá þeim.“
„Óttalegur asni ertu,“ sagði Eilis,
og hin börnin hlógu.
ALLT í EINU opnaðist garðs-
sliðið, og Reecehjónin komu í ljós.
Hún fylgdi honum hvert sem hann
fór, og Jackie heyrði einu sinni
móður sína segja, að það væri
vegna þess, að hún gæti aldrei vit-