Úrval - 01.02.1975, Síða 152
150
sem hann vafði um fingurna, gegn-
vöknaði af blóði.
„Nei,“ svaraði drengurinn, hon-
um var óglatt af æsingi.
„Ætlarðu að óhlýðnast mér nú,
þegar hön dmín er brotin?“ spurði
Cormac hvasst. Svo bætti hann við,
mýkri í máli. „Ég fæ nóg að hugsa
um hér samt. Þú verður aðeins fyr-
ir.“
„Ég ætla ekki að fara,“ sagði
drengurinn aftur. „Ég er að vísu
ekki mjög sterkur, en allur til sam-
ans er ég eins sterkur og önnur
hönd föður míns.“
Cormac leit á konu sína, og hon-
um til undrunar glytti á tár í aug-
um hennar.
„Jæja þá, drengur,“ sagði hann.
„Vertu þá kyrr.“
„Þakka þér fyrir það,“ svaraði
Jackie, en í raun og veru var hann
að þakka heilögum Brendan.
ÞESSA NÓTT, í fyrsta skipti
síðan Jackie mundi eftir sér, var
eldurinn í kofanum slökktur. Allt
fram að þessu hafði glóðin verið
falin og vandlega gengið frá henni
fyrir nóttina, og á morgnana var
nýr dagseldur glæddur af neistan-
um, sem lifði nóttina af Þessi stöð-
ugi eldur var tákn öryggisins, því
hjarta heimilisins er eldstæðið.
Þegar eldurinn var horfinn og ösk-
unni sópað út, varð drengurinn
óviss og dapur. Það var eins og
húsið væri þegar dauðadæmt. Eina
öryggið, sem eftir var, var litla
kertið, sem logaði í rauðum gler-
glampanum framan við hið heil-
aga hjarta. Hann vissi, að sá eldur
ÚRVAL
var aldrei slökktur í neinu húsi á
eynni.
Áður en eldurinn var slökktur,
bakaði móðir hans þrjá stóra brauð-
hleifa. Það tók ekki langa stund,
aðeins fjörutíu mínútur fyrir hvern
hleif.
EFTIR KVÖLDMATINN batt frú
Jayce aftur um hönd manns síns.
Langatöng og baugfingur voru
brotin og þessir fingur voru blá-
rauðir á litinn. Hún stráði yfir þá
salti og gerdufti, saltinu til að flýta
fyrir því að sárið greri og ger-
duftinu til að draga út eitrið úr
sárinu. Svo batt hún spelkur við
fingurna, svo þeir greru rétt. Síð-
an báðu þau bænirnar sínar saman
og bættu við bænum til heilags
Brendans, svo hann verndaði þau
fyrir ágangi sjávarins, og heilags
Finbars, svo hann gætti kúnna
þeirra. Svo gengu þau til hvílu.
Þau sváfu uppi á lofti, og úr rúm-
inu sínu var Jackie vanur að horfa
á glóðina í eldstæðinu, þar til hann
sofnaði. Nú varð hann að horfa á
litla, rauða lampann í staðinn.
Enn heyrðist ekki í vindinum.
Aðeins sjávarniðurinn, og, þegar
Jackie var alveg að sofna, vængja-
þytur rétt yfir húsinu og dapur-
legt garg í nokkrum mávum, sem
voru á leið til fasts lands.
Hann minntist sögu Reece. Ann-
an daginn, sem tröllin voru á ferð,
minnti hávaðinn í þeim á gargið í
veiðibjöllu. Hann hjúfraði sig bet-
ur undir sængina og breiddi upp
fyrir höfuð. Eftir stundarkorn setti
að honum hljóðan grát, af því eld-