Úrval - 01.02.1975, Page 161
159
furðulegu brosi og sagði: „Eigum
við að láta blómin okkar tala?“
J.R.
Dóttir mín, sem er þriggja ára,
var að horfa á sjónvarpið, og var
verið að sýna þátt frá barnasýn-
ingu í fjölleikahúsi Billy Smart.
Þegar fílarnir komu marserandi
inn á sviðið, þá varð henni að orði:
„HVENÆR KEMUR MÚSIN?“
Skýringin á þessu er nefnilega
sú að henni finnst fílar og mýs
vera óaðskiljanlegar verur. Fyrst
fór hún að sjá Fantasíu Disneys,
þar sem fíllinn hræðist músina svo
mjög, og í sjónvarpinu sér hún í
upphafi hvers þáttar „Umhverfis
jörðina“ þar sem þjónninn tekur
mús upp úr töskunni, svo að fíll-
inn verður hræddur og klemmir
aumingja Fix. J.
Svo er hér saga frá G.M.S.:
Við vorum í heimsókn hjá móð-
ursystur minni norður í landi, sem
lýsti því yfir einn moi'guninn, að
hún ætlaði að hafa sperðla í mat-
inn í dag. Skömmu seinna kom
bróðir minn til mömmu og hvísl-
aði:
„Mamma, er spreðlak góður mat-
ur?“
☆
Þessi þáttur byggist á þátttöku
lesenda. Besta sagan hverju sinni
að mati ritstjórnar er verðlaunuð
með kr. 500. Utanáskriftin er: Úr-
val, pósthólf 533, Reykjavík.
☆ Appolo-rúllur ☆ Appolo-konfekt
☆ Appolo-rör ☆ Appolo-borðar
☆ Appolo-kremstengur ☆ Appolo-stengur
☆ Appolo-staurar ☆ Appolo-bitar
☆ Appolo-reimar ☆ Appolo-twist-rör
LAKKHÍSGERÐIN
V
DRIFT SF.
Kópavogi, sími 4-24-45