Goðasteinn - 01.09.1967, Page 5

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 5
Marmundur Knstjdnsson á Svanavatni: Atburður við Landeyjasand 1930 Á alþingi 1897 var samþykkt að Hallgeirsey í Austur-Landeyjum skyldi verða löggiltur verzlunarstaður. Næstu ár fluttu Eyjakaup- menn þangað vörur öðru hvoru og höfðu þar ullarmóttöku, en öll var sú verzlun smá í sniðum. Áður var verzlunarstaður í Bakkahjá- leigu, eftir að bætt hafði verið við Eyjaverzlun 5 austustu hreppum Rangárvallasýslu 1774. Árið 1920 tók Kaupfclag Hallgeirseyjar til starfa með aðsetri í Hallgeirsey, en félagssvæðið var mikill hluti sýslunnar. Fyrsti kaup- félagsstjóri var Guðbrandur Magnússon, síðar forstjóri Áfengis- verzlunar ríkisins. Var hann fullur áhuga um vöxt og viðgang hinna nýju verzlunarsamtaka í héraðinu. En hér var við marga erfiðleika að glíma. Allir aðdrættir voru sérlega örðugir. Félagssvæðið var sundurskorið af óbrúuðum ám, oft hinum verstu yfirferðar, og í suðri var hin ærið viðsjála brim- strönd. Samt var ekki annarra kosta völ en að nota þá leið til þunga- vöruflutninga með Vestmannaeyjar sem umskipunarhöfn. Goðasteinn 3

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.