Goðasteinn - 01.09.1967, Page 7

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 7
ar. En innihaldið sakaði ckki, því tunnurnar voru fóðraðar innan með mjög sterkum pappír. Mátti segja, að á ýmsu gengi við þessa uppskipunarvinnu, og var hún ckki hættulaus, t.d. þá er legið var úti við skipshlið í ókyrrum sjó. Eitt sinn bar svo til, að bönd biluðu á timburbúnti sem komið var niður undir sjó. Stökk þá háseti úr einum uppskipunarbátnum út á timburflekann, piltur frá Voðmúlastöðum, Jón Kristjánsson að nafni. Þetta sýndist hinum hásctunum glæfraför og einn þeirra kallaði: „Hvert ertu að fara, drengur?“ og ekki mjúkur í máli. „Ég ætla bara að laga böndin,“ svaraði piltur. Það gerði hann líka og allt fór vel. Versti flutningurinn var þakjárn og sement. Járnið í þungum búnt- um og fór illa í bát, mátti auk þ?ss helzt ekki blotna. Tvær tunnur voru hafðar í stroffu af sementinu. Eitt sinn bar svo til, er bátur Þorgeirs á Arnarhóli var að taka á móti semcntsfarmi, að tunn- urnar losnuðu úr stroffunni og féllu niður við bátinn, svo að þær næstum strukust við skutinn. Mátti litlu muna, að ekki yrði stór- slys. Eitt sinn losnuðu tíu sykurkassar úr stroffu og féllu beint niður í bátinn, sem undir var. Brotnaði hann eitthvað, en svo vel tókst til, að engan sakaði af áhöfninni. Þegar kaupfélagsskipið kom, var uppi fótur og fit, menn þustu í sandinn til þess að taka á móti vörunum. Fóru þá til vinnu flestir verkfærir menn úr Austur- og Vestur-Landeyjum. Var það áhuga- mál allra að ná vörunum, sem fyrst á land. Þá var og kaup miklu hærra en greitt var í annarri vinnu, en var hið sama í dagvinnu og næturvinnu. Landeyingar, sem að unnu, kröfðust Dagsbrúnarkaups, sem þá mun hafa verið ein króna um tímann, og þegar það hækkaði í Reykjavík um io aura á klukkustund, varð Landeyjauppskipun að hækka um sömu fjárhæð. Veitti í því cfni tregða kaupfélagsstjóra ekkert viðnám. Þessi slarksama vinna, sem var langt frá hættulaus, sem greint hefur verið lauslega, gekk slysalaust, utan aðeins einu sinni, árið 1930. Verður nú sagt frá þeim atburði, eftir því sem bezt verður vitað, og er stuðzt við frásagnir margra manna. Vorið 1930 höfðu fjórir Hallgeirsyjarhverfingar ráðið för sína á Goðastemn 5

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.