Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 14
Þrjátíu og sjö ár eru liðin síðan slys þetta varð við Landeyja-
sand. Var þetta eina slysið, sem skeði öll þau ár, er Kaupfélag
Hallgeirseyjar fékk vöruskip og vélbáta upp að sandinum. En nú
leið að lokum vöruflutninga með skipum. Síðasta skipið mun hafa
komið vorið i932(?). En kaupfélagið flutti aðalstöðvar sínar að
Hvolsvelli og bílflutningar koma til sögu.
Hætt er við, að nokkurt fum og mistök hafi orðið um borð í
„Magnhild“, er atburður þessi varð. Talið er, að vindumaður hafi
slakað of fljótt, eftir að krókurinn festist undir borðstokknum. En
líklegt, að bátnum hafi hvolft vegna þess, að slakað var í einum
rykk, í stað þess að gefa hægt eftir. En vindumaður sér ekki held-
ur sjálfur hvað skeður, hann verður að fara eftir bendingum ann-
ars manns. Þá kemur ekki fram, að bjarghringum hafi verið kast-
að út til mannanna. En hér bar allt mjög brátt að og lítill tími til
umhugsunar eða björgunaraðgerða.
Ekki var skip Sæmundar mannað að nýju. Sæmundur og hásetar
hans fengu greitt kaup eins lengi og uppskipunin stóð, en engar
bætur fengu þeir, er verst urðu úti. Tryggingar voru þá ekki komn-
ar til sögu.
Allir lentu menn þessir í bráðum háska, og þrír þeirra, þeir Sæ-
mundur, Pctur og Guðjón, biðu þess aldrei fullar bætur, er þá skeði.
I sambandi við þetta slys sýndi Guðjón í Voðmúlastaðahjáleigu
þrjár karlmennskuraunir mcð stuttu millibili: f fyrsta lagi að hanga
í vindukróknum með mennina tvo hangandi neðan í sér. f öðru
lagi að stökkva niður í uppskipunarbátinn og þrífa Pétur úr sjón-
um, og í þriðja lagi að hjálpa til við að bera hann upp í sandinn.
Lítið var atburðar þessa getið í blöðum. Þó sagði blaðið Víðir í
Vestmannaeyjum í stuttu máli frá þessu slysi. Lauk frásögn blaðs-
ins með þessum orðum: „Það hcfði verið hörmulegt, ef allir þessir
menn hefðu drukknað í byrjun hátíðarhaldanna, um sama leyti og
konungsskipin lágu hér á höfninni."
12
Goðasteinn