Goðasteinn - 01.09.1967, Page 15

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 15
Sigfús Elíasson: Óður til Skógaskóla Hér í Skógaskóla björtum, skíni minning björt og hcið. Eldlegt blik í alira hjörtum okkur vísi fram á leið. Hér við rætur hárra fjalla, hrynur foss í gljúfraþröng. Ljóð hans árla okkur kalla, elskum slíkan hetjusöng. Sú hin mikla verndarvættur vakir bæði dag og nótt. Dísir fagna, flýji hættur, friðsælt verður allt og rótt. Víðu, heiðu veldin skína, voldug blámans stjörnudjúp jökulfjallsins klaka krýna, klæðist svölum fannahjúp. Þegar vetrarveðrin dvína verður lundin mild og djúp. Skartið má hann sunnu sýna, sveit hún vermir, dal og gnúp. Þegar vori vinir fagna verður nóttin björt og heið. Hér, við menntun söngs og sagna, sjáum, fetum gæfuleið. Goðasteinn 13-

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.