Goðasteinn - 01.09.1967, Side 16

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 16
Sérhver heit sín æskan efni. ísland, þig vér tignum mest, verndar oss í vöku, svefni, veitir líka gæðin flest. Sumarnætur svönum hlúa, sólin gyllir bláan ós. Á guð og þig er gott að trúa, gleðjast við þín norðurljós. Úr handraða Guðlaugs E. Einarssonar Ef hrafn flaug í sömu átt og þú, er þú varst að fara í slógferð, var það góðsviti, en mættir þú hrafni og hann þegði, var það illsviti. Kræki piltur og stúlka óvart saman hrífum sínum í síðustu hirð- ingu á sumri, eiga þau eftir að heyja saman fleiri sumur. Berirðu hrífu á öxlinni eða leggir hana af þér, þá forðastu að láta tindana snúa upp, því þá krakar þú niður vætu úr loftinu. 14 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.