Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 20

Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 20
Þar var í réttinni maður, sem hallmælti Meðallendingum og lét mikið yfir sér. Kvað hann þá lítilsmegandi aula. Sverrir Magnús- son í Klauf varð fyrir svörum, benti á Jón á Lyngum, sem nokkuð kynni að standa fyrir honum. Maðurinn fór til Jóns og hóf að stjaka við honum. Lét Jón svo vera um stund, unz hann þrífur manninn eldsnöggt, leggur hann flatan niður í réttaforina og segir: „Þessi maður er nú úr Mcðallandinu, og sittu þarna, meðan þú ert að lesa.“ Einu sinni sem oftar voru þeir Sigurbergur og Jón saman í lestarferð út á Bakka. Áhalli var á einum hesti, og var erfitt úr að bæta. Hjá bæ einum sáu þeir grjóthrúgu mikla og báðu bónda um stein í áhalla. Bóndibrást hinn versti við, kvað grjót þetta til annars ætlað og skyldu þeir af því hafa ekki. Snarast þá Jón af baki, þrífur fallegan stein við hæfi og gengur frá honum í áhall- ann, en bóndi horfði á aðfarirnar, orðlaus. Ekki verður sagt, að Jón á Lyngum bæri röskleikann eiginlega í fari sínu, en þó var hann svo harðfrískur, að hann hljóp á svip- stundu uppi stekklamb, þegar svo bar undir, að þess gerðist þörf. Á efri árum Jóns sótti á hann hugsýki, svo hann gerðist sinnu- lítill um verk tímum saman. Hélt hann sig þá innanbæjar og mest við rúmið. Eitt sinn, er svo stóð á um hagi Jóns, bar póstinn að garði á Lyngum. Vildi þá svo til, að einn af hestum póstsins hrökk aftur á bak og lenti á endann ofan í brunn á hlaðinu. Tókst póst- inum ekki að ná hestinum upp með þeirri aðstoð, er til vannst á bænum, og var maður sendur eftir aðstoð á næstu bæi. Jón gamli lá klæddur í rúmi sínu og er sagt, hvað um er að vera. Rís hann þá á fætur, gengur til eldhúss og biður konu sína um að gefa sér kaffisopa góðan, scm þegar var í té látinn. Þá biður hann um vettlinga og gengur síðan út að brunninum. Horfir hann þá ekki lengi í gaupnir sér en þrífur snarlega í bæði eyru hestsins og rykk- ir honum upp í einu átaki. Guðmundur Guðmundsson kíkir kvaðst hafa misst hest sinn á sama hátt í brunn þennan. Var frásögn hans um þann atburð all- sögu'eg. Hvort Guðmundur hefur helgað sér án tilefnis ævintýrið um Jón og pósthestinn, skal ósagt látið. Báðum sögunum ber sam- an um það, að Jón fengi sér kaffi og tæki á sig vettlinga, en þar 18 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.