Goðasteinn - 01.09.1967, Side 23

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 23
Kristín burtu, og Jón fór til Ásmundar sonar síns, scm búið hafði í sambýli við hann um mörg ár. Ekki fer mörgum sögum af Jóni, eftir að hér var komið. Hann lézt 2. okt. 1928 á áttugasta og þriðja aldursári. lesendum Góðvinur Goðasteins, Einar Sigurfinnsson, nú búsettur í Hvera- gerði, skrifar: „I nýjum sokkum, mórauðum og má ekki vaða.“ Þessi hálf- gleymda setning rifjaðist upp í huga mér, þegar ég var að lesa í síðasta hefti Goðasteins og raunar áður í sambandi við „Frúarkist- una í Teigi“. Þegar ég átti heima á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 1910-n, var það eitt sinn á sunnudegi um sláttinn, að nábúi minn og ég vild- um skreppa á fjöru að gæta að reka. Tii þess þurfti að fara yfir Eldvatnið á ferju hjá Syðri-Fljótum. Við komum suður á vatns- bakkann og kölluðum. Þá var vinnumaður hjá Ásbirni á Fljótum, Ingimundur Pálsson, roskinn maður, fæddur 1844 að Feðgum. Hann var kvikur í hrcyfingum og hraðmæltur og lá hátt rómur. Ingimundur kom að ferjustaðnum og spurði: „Hvað viljið þið?“ „Við ætlum á fjöru,“ var svarið. „Á fjöru á sunnudegi, ekki er Ás- björn vanur því,“ sagði Ingimundur og lagði áherzlu á síðasta orð- ið. „En ef ég á að sækja ykkur, verðið þið að bíða svolitla stund, því ég er í ný)u?n sokkum, mórauðum og má ekki vaða.“ Svo þurrjós hann bátinn og kom að sækja okkur. Mér þótti þetta einkennilega til orða tekið þá, en þarna hefir Ingimundur tekið sér annarra orð í munn. Sr. Valgeir Helgason prófastur í Ásum í Skaftártungu skrifar:j6g fagna alltaf, er mér berst ritið Goðasteinn. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt og fallega útgefið. Ég tel það mikilsvirði að halda til haga og bjarga þjóðlegum fróðleik frá gleymsku og glötun, eins og Goðasteinn gerir. Þið útgefendurnir eigið skilið þökk fyrir fram- tak ykkar. Ég hlakka til næsta heítis. Með kærri kveðju. Goðasteinn 21

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.