Goðasteinn - 01.09.1967, Page 27
Or fornu bœjarhúsi á Maihaugen.
skólastjóra frá Reykjavík og konu hans, Sigrúnu Jónsdóttur, inn til
borgarinnar. Þannig var mál með vexti, að við höfðum öll dvalizt
áður í Oslóarborg og vildum því nota tímann til að heimsækja aðra
merka staði Noregs. Og þar sem við vorum á leið til Þrándheims
tii að sitja þar norrænt kennaraþing, tókum við þann kostinn að
skipta ferðinni þangað niður í tvo áfanga. Fórum við því samdæg-
urs með lestinni upp að Lillehammer, gistum þar og notuðum fyrri
hluta næsta dags til að skoða hið víðfræga byggðasafn á Maihaugen
þar í bænum.
Frá Osló lá leiðin um frjósöm héruð, þar sem skiptust á í marg-
víslegri fjölbreytni vötn og skógar, akrar og tún, svo langt sem
augað eygði. Ffvarvetna voru mannabústaðir, ýmist þorp eða stakir
bóndabæir. Húsin voru vel hirt til að sjá og máluð í harla skærum
litum. Garðar voru við flest hús og umgengni öll framúrskarandi
góð. Lestin okkar stanzaði víða, og farþegar voru sífellt að fara
og koma. Meðal annars var numið staðar á Eiðsvelli. Síðdegissólin
breiddi gullna birtu yfir láð og lög. Þarna var vissulega fagur stað-
Goðasteinn
25