Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 31

Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 31
slæma reynslu. Hann gerðist nú skrafhreyfinn og þægilegur. Þeg- ar hann kom að gömlu Bæjarbrúnni, benti hann okkur á Niðelfuna og sagði að hún væri eitt frægasta fljót í veröldinni fyrir margra hluta sakir og einmitt í þessum hyl, sagði hann og horfði niður eftir ánni, þreyttu þeir Ólafur Tryggvason og Kjartan Ólafsson með sér kappsundið mikla. Því næst tók hann krók á leiðina til að> geta sýnt okkur styttu Ólafs konungs Tryggvasonar, sem stcndur á afar hárri súlu á torgi í miðri borginni. Ekki gleymdi hann heldur að aka í námunda við dómkirkjuna fornfrægu, Niðarósdóminn, og: gat þess um leið, að hún væri stærsta og fegursta guðshús allra Norðurlanda og mun það rétt vera. Brátt kvöddum við þennan þægilega bílstjóra og stigum út við' hina nýju og stórglæsilegu stúdentagarða á Móholti. Þar hittum við fyrir nokkra af forráðamönnum þingsins, sem fögnuðu okkur af mikilli alúð. Ekki lcið heldur á löngu, áður en fundum okkar bar saman við þrjá aðra íslenzka fulltrúa á þingi þessu, og höfðu þeir komið með flugvél til Þrándheims. Voru það kennararnir Olgeir K. Axelsson frá Kópavogi, Óli V. Einarsson frá Reykjavík og Gunnlaugur Sigurðsson frá Reykjaskóla í Hrútafirði. Fundir þingsins voru haldnir daglega í kennaraháskólanum en stóðu yfir nokkuð mismunandi lengi í senn. Ræðumenn voru frá öllum Norðurlöndunum og aðalviðfangsefnið var „skólinn og menningararfurinn", og kenndi að vonum margra grasa í ræðum manna. Auk fundarhalda var sitthvað gert til að fræða þingfull- trúa og skemmta þeim. Reyndust Þrændir hinir ágætustu gestgjafar í hvívetna. Veizlur og samkvæmi af ýmsu tagi voru tíðir viðburðir, og farnar voru ýmsar ferðir til fagurra og frægra staða í borginni og nágrenni hennar. Tími til frjálsra afnota var því harla naumur. Þó gat ég komið því við að skoða Niðarósdómkirkju og fara í heim- sókn út í Munkhólmann, sem liggur skammt undan landi. Ey sú er lítil og hömrum girt. Þar var lengi klaustur í katólskri tíð. Síðar var þar reist virki eða kastali. Ýmsir frægir menn sátu þar í fang- elsi á síðari öldum. Þeirra kunnastur var danski stjórnmálamaður- inn Griffenfeldt, er sat þar inni í nær tvo áratugi seint á 17. öld. Um dómkirkjuna mætti rita langt mál, þótt það verði ekki gert að þessu sinni. Hún er stórfenglegt listaverk í normannsk-gotneskum Goðasteinn 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.