Goðasteinn - 01.09.1967, Side 32

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 32
stíl og orðin vel við aldur, því að Ólafur kyrri konungur byrjaði á elzta hluta hennar skömmu eftir að hann kom til ríkis, árið 1066. Stærsta átakið við að reisa þetta veglega musteri gerði Eysteinn Erlendsson erkibiskup um það bil hundrað árum seinna. Skrín Ólafs konungs helga stóð í kirkjunni í 500 ár, og alla þá tíð, sem erkibiskup sat í Niðarósi, var dómkirkjan ein af höfuðkirkjum Norðurálfu og átti átrúnaðurinn á Ólaf helga ríkan þátt í að efla hana og gera veg hennar mikinn. En á langri ævi hefur þessi merka kirkja orðið fyrir ýmsum áföllum, ítrekaðir eldsvoðar hafa leikið hana grátt, turn hennar hefur fokið í óveðrum, Svíar hafa herjað hana og danskir siðskiptamenn hafa rænt hana og ruplað. Þegar kom fram á 19. öld, var hún varla annað en svipur hjá sjón. Þá hófu Norðmcnn endurreisn hennar. Margt hefur þegar verið end- urbætt og smám saman hefur kirkjan öðlazt hina fyrri reisn sína og glæsileik. Sitthvað mun þó eftir, og er ráðgert að verkinu verði að fullu lokið árið 1997, þegar þess verður minnzt, að þúsund ár verða liðin frá því, er Ólafur konungur Tryggvason hóf að reisa kaupstað í Niðarósi. Norðmenn heiðra minningu Ólafs konungs Haraldssonar hins helga á ýmsan hátt. Einkum hafa Þrændir haft frumkvæði í þeiin efnum, og fyrir atbeina þeirra var tekið að halda hina fornu Ólafs- vöku hátíðlega á ný fyrir fimm árum. Hátíðahöldin hófust að venju að kvöldi 28. júlí, daginn fyrir Ólafsmessu, og fyrsta atriðið var frumsýning á leikriti um Ólaf helga. Öllum þingfulltrúum var boð- ið á leiksýningu þessa, sem haldin var undir berum himni í ná- grenni Stiklastaða, þar sem konungur féll árið 1030. Farið var sem leið liggur með langferðabifreiðum frá Þrándheimi norður í Ver- dal. Allvíða var stanzað á þessari fögru leið, því að sitthvað merki- legt bar fyrir augu, meðal annars helluristur afar fornar en nýlega fundnar. Þá var tafið drjúga stund í bænum Levanger og þar snæddur ■miðdegisverður. Er það forn verzlunarstaður og nefnist Lifangur í Islendingasögum. Þar andaðist og var grafinn Gunnlaugur Orms- tunga frá Gilsbakka í Borgarfirði eftir bardagann við Hrafn frá Mosfelli árið 1010, svo sem frægt er orðið. Atburðir þessir bárust í tal undir borðum og töldu Norðmenn, er nærstaddir voru, að gata 30 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.