Goðasteinn - 01.09.1967, Page 40

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 40
reið líka oft hart.“ „En hver heldur þú, að hafi átt fyrstu hugmynd- ina að því, að þetta var gert?“ „Það veit ég ekkert um, en Sæ- mundur dreif í því, að verkið var hafið, og þetta hcfði þurft að vera búið fyrir löngu, það hefir sýnt sig.“ Lengri var ekki frásögn Stefáns, nema að verkinu var lokið á tveimur dögum. Það sést enn í dag, 1966, hvar hlaðið var fyrir lækinn, vestan við Stóruvelli. Er það álit síðari tíðar manna, sem kunnugir eru, að þetta hafi verið mesta og stærsta þarfaverk, sem Landmanna- hreppur framkvæmdi á síðastliðinni öld, þótt það virðist hafa fallið í skuggann fyrir síðari stórátökum og sigrum við sandinn. Sumir hafa látið þau orð falla, að það væri engin byggð fyrir sunnan lækinn í Landsveit, ef þetta hefði ekki verið gert. Það er nú máske fullmikið sagt, en líka er erfitt að segja, hvernig hér væri um að litast, ef allir hefðu haldið að sér höndum 1851. Úr handraða Guðlaugs E. Einarssonar Nœfurbörkur, en svo var hann oftast kallaður, þar sem ég þekki bezt, var þykkur, mjúkur trjábörkur, samanvafinn eins og harðvaf- inn hefilspónn. Hann varð að vera skraufþurr. Var þá kveikt á hon- um í baðstofunni, eftir að gólfið var sópað, og látið loga á honum litla stund. Loginn síðan slökktur og berkinum veifað nokkrum sinnum. Kom þá ilmandi lykt í bæinn af reyknum, svo ég efa, að reykelsisilmur beri þar af. En af hvaða tré ætli næfurbörkurinn hafi verið? Það hefur mig lengi langað til að vita. Og skyldi hann finnast enn á fjörum? 38 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.