Goðasteinn - 01.09.1967, Side 41

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 41
Einar Jóhannsson í Þórisholti: Þjóðsaga og sálmur frá 17. öld Ég get - því miður - ekki rakið ætt Finnboga Gíslasonar, sem var prestur á Dyrhólum á miðri 17. öld, en vissulega var hann frá Gísla Hákonarsvni á Hafgrímsstöðum, dóttur- eða enn heldur sonarsonur Gunnars eða Björns Gíslasonar, en ekki Árna Gísla- sonar. Þegar fyrstnefndur prestur bjó á Dyrhólum, á Miðhúsapartinum, þar sem enn eru húsin á, og þá var konungseign eins og öll Dyr- hóla-Austurhús, á þeim dögum var vinnukona hjá prestinum, Guð- rún Jónsdóttir að nafni. Sveitarkerling var á Haugnum (svo kall- aðist þriðjungur Dyrhóla heimajarðar), sem presturinn átti að framfæra, en hún var vanaföst við heimilið, og lét prestur fæða hana að Haugnum. Eftir vöku um veturinn voru hrærðar flautir hjá prestinum og var áðurnefnd Guðrún vön að færa kerlingunni askinn sinn. Þar eð skafl mikinn lagði sunnan fram, vestur af kirkjugarðinum, en skóf úr kirkjugarðinum - og vestur allar stéttir, sem viðhélzt, þar til kálgarður var settur í hlaðið, fór Guðrún jafnan stéttir austur, um sáluhliðið og suður um suðurhliðið, sem viðhélzt til skamms tíma. Presturinn bannaði henni að fara um kirkjugarðinn á nótt- unni, og dugði það ekki. Goðasteinn 39

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.