Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 42
Eitt sinn þá Guðrún fór með flautir í aski eftir vöku, var dimmt,
-og í kirkjugarðinum draup Guðrún fæti við einhvurju, so henni !á
við að detta, enn askurinn hraut úr hendi henni, og gat hún ekki
fundið hann aftur, kunni heldur ekki við það, er hún þóttist finna
í kringum sig. Varð hún mjög hrædd, enn jafnvel ósjálfrátt komst
hún heim aftur.
Um morguninn sást þar í útsuður frá kirkjunni, fyrir heiman
vesturgötuna enn vestan suðurgötuna, opinn gröf, moldin í kring
og askurinn í gröfinni. Presturinn lét moka ofan í gröfina, enn það-
an frá til minnis þeirra manna, er ég man vel eftir, þótti sjá hvít-
leitur mokkur nálægt því, er gröfin var, enn aldrei nema á nóttum
og mjög sjaldan.
Enn frá Guðrúnu er það sagt, að hún var fyrst eftir þetta ráð-
villt, afsinna og mjög ístöðulítil, með sífelldum ótta, enn henni til
huggunar er sagt, að presturinn hafi ort sálm, og er hann ekki ó-
merkilegur.
Nafnið áðurnefndrar vinnukonu kemur út, þegar teknir eru sam-
an frá upphafi til enda fyrstu stafir versanna.
Sálmurinn
Orti Finnbogi Gíslason prestur til Dyrhóla- og Sólheimasafnaða
frá 1628-1669, eða á miðri seitjándu öld.
Lag: Nú bið ég guð þú náðir mig.
Guð faðir legg mér mál í munn,
mín neyð og bæn þér verði kunn,
í Jesú nafni legg mér lið,
liðsemdar þinnar þarf ég við,
angraða smáðir aldrei þú,
eins bið ég, guð, mér reynist þú,
efnið sorgar ég eitt fram ber,
efnið snúist til dýrðar þér.
40
Goðasteinn