Goðasteinn - 01.09.1967, Side 43

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 43
Vesæl manneskja veik og mædd, vitjar þín, guð, því ég er hrædd, ólmur satan, öskrandi ljón, allslægur bruggar mér nú tjón, fossum dunar hans freisting. að, faðir góður álít þú það, ei lát mig verða herfang hans, hafnar þú dauða syndugs manns. Döpur á náðardyrnar kný drottinn lát upp so ég sé frí, held ég mér fast við heitin þín: Hungraðir allir, komið til mín. Næring skuluð þið nóga fá, nauðstaddri sál ei vísa frá. Til fóta þinna ég fell og græt, fyrr en mig blessar ei aflæt. Réttu út hýra hjálparhönd, herra, og bjarga minni önd, eins og Pétri ógnaði sjór, ofbýður mér nú freisting stór. Vakna fljótt og miskunna mér, máttþrota sálin orðin er, ásjá mig líknaraugum þín, annars er hætt við stærri pín. Úr djúpi ^orgar dregst ég nú, drottinn viðréttu mína trú, mustarðskorni er hún minni að sjá, marinn reir ekki £ bræði slá. Vald þitt algræði vanmátt minn, vægðar bið ég fyrir soninn þinn, mitt hjarta girnist, herra, þig, hirtu ekki í bræði mig. Goðasteinn 41

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.