Goðasteinn - 01.09.1967, Side 45

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 45
Söm er þín hjálp og hún var fyrr, þá hafið og Jórdan stóðu kyrr, ísraelis þá leiddir lýð á landið góða, forðum tíð, so mun þín hjálparhöndin góð hörmunga stemma sorgarflóð, á lífsins land mig leiða inn, lifi ég þar við fögnuð þinn. Drottinn sendu þinn hýran her, heilaga engla í lið með mér, af mér freistinga beri blak, bili óvina djöflahrak. Eitruð skeytin þú sjálfur senn, særir, færir í afgrunninn. Eg mun so glaðvær englum hjá eilíft þér syngja gloríá. Ó, Jesú, frá mér óvin hrind, ó, Jesú, líkna þinni mynd, ó, Jesú, lækna líf og önd, ó, Jesú, leystu straffsins bönd, ó, Jesú, mér þinn anda send, ó, Jesú, til mín huggun vend, ó, Jesú, vertu æ hjá mér, ó, Jesú, haf mig heim með þér. Tipta mig herra hófsemd með, hugmædda sálu aftur gleð, grátvatni snú í gleðinnar vín, gæska hvurn morgun fersk er þín, ei lát hælast óvini hér, að þú, drottinn, forgleymir mér, heldur þín frelsun hrósi mót, hvar eru yðar dauðleg spjót. Goðasteinn 43

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.