Goðasteinn - 01.09.1967, Page 47
1879, forystumaður í sveit sinni allan efra hluta ævinnar og faðír
mikillar ættar. Frá honum kom handrit Holta-Þórissögu, sem tvisv-
ar hefur verið gefin út, en ókannað er, hvort hún er verk hans,
skáldsaga út frá örnefnum. Handrit Einars, sem Sigríður á Sólheim-
um færði að Skógum, virðist skrifað um 1860.
Ættfærsla sr. Finnboga er ekki örugg, en Steinn Dofri ættfræð-
ingur hugði hann sonarson sr. Finnboga á Hjaltabakka, er var son-
ur sr. Gísla Finnbogasonar sterka, fylgdarmanns Jóns biskups Ara-
sonar í Sauðafellsför. Sr. Finnbogi á Dyrhólum dó í október 1669,
Honum er eignað Eðlamannskvæði, sem ég nam barn að aldri af
Sigurbjörgu á Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum en hef cinnig í hand-
riti. Sonur sr. Finnboga var sr. Gísli á Sandfelli í Öræfum, faðir sn
Þórðar í Meðallandsþingum, sem dó 1729, en faðir minn er fimmtí
maður frá honum, gott dæmi þess, hve ættir geta gengið seint fram,
Handrit Einars í Þórisholti er án fyrirsagnar.
Þ. T.
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi:
Þegar ég var barn á Borgarfirði eystra, var þar roskin kona, sem
hét fullu nafni Finna Marteinsdóttir. Hún var greind vel, hagmælt
og töluvert fróð. Oft kom hún til mömmu, og skröfuðu þær margt
saman. Eitt af því, sem ég heyrði þær rifja upp frá gamalli tíð,
var þessi litla þjóðsaga, sem ég segi hér. Skal ég ekkert fullyrða um,
hvor þeirra átti meiri þátt í að segja hana þarna, en hún greyptist
mér fast í minni - og situr þar enn, þó um sextíu ár séu síðan lið-
in. Sagan er á þessa leið:
Einu sinni, þegar Guðmundur sýslumaður, kallaður ríki, bjó x
Krossavík í Vopnafirði, hafði hann sakamann í haldi. Ekki þurfti
alltaf á þeirri tíð stórar sakir til á nútímavísu, að menn lentu í"
Goðasteinn
4&