Goðasteinn - 01.09.1967, Side 51

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 51
Fé rekið fram Sátu. að taka til starfa með birtu næsta morgun. Var byrjað á því að hita kaffi og fá sér bita, en síðan var tekið til af miklu kappi við réttarhleðsluna. Einn veggur réttarinnar var sjálf ldöppin, sem líka gaf efni í hina veggina. Voru sumir steinarnir æði stórir. Drógu 5-6 menn þá til í reipum, og gekk verkið greiðlega, enda ungir og hraustir menn með í ferðinni. Veður var enn gott og bjart. Um níuleytið var svo farið að senda í leitir. í nýju réttina var ákveðið að smala öllu, er fyndist þennan dag. Við vorum þrír eftir til að ljúka við réttina, að fylla í smáskörð og gera hana fjár- helda. Urðu veggir að lokum í axlarhæð. Þá sáum við ekki að verkið var unnið fyrir gýg. Tæpum mánuði seinna gaus Katla og næsta haust sást aðeins á efsta grjótlagið í réttinni upp úr Kötlu- öskunni, og grasverið fagra var auðn til skamms tíma. Nokkru fyrir hádegi vorum við búnir að ganga frá réttinni, fjall- kóngurinn, Eiríkur Jónsson frá Keldum, þá fullorðinn maður, bú- inn að fara á þennan afrétt um fjölda mörg ár, og ég, sem rita þessar línur. Sigurlás fjallkóngur stakk upp á því, að við gengjum Goðasteinn 49

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.