Goðasteinn - 01.09.1967, Side 53

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 53
Verið að leggja upp úr Hvanngili Strútnum. Máske hefur það ráðið, að Tungumenn áttu samleið með okkur nokkurn spöl og ekkert var hægt að koma fénu áfram nema með því að reka það í hestaslóðina, en hægt gekk að mjaka þeim áfram, því snjódyngjurnar voru víða það djúpar, að við urðum sjálfir að ryðja brautina. í einu gilinu var brautin svo djúp, er búið var að troða hana, að Jóhann Jónsson frá Koti, meðalmaður á hæð, stóð uppi á reiðingnum á einum hestinum og náði þá með lófunum upp á skaflbrúnina. Brátt skildu leiðir okkar og Tungumanna. Þeir höfðu aðeins tvo hesta tii að troða fyrir og urðu því að skilja við féð, þar sem það var komið, fljótlega eftir að þeir skildu við okkur. Fóru þeir lausir til sinna manna. Fréttum við síðar, að þeir hefðu farið margir saman daginn eftir til að sækja féð, sem var nokkuð margt, og komu því þá aðeins inn í Hólmsárbotn, um 7 km vegalengd. Ennþá versnaði hjá okkur með að koma fénu áfram, því nú var orðið frostlaust, og tróðust gríðar stórir snjókögglar í togið á kind- unum. Urðum við jafnt og þétt að skera úr toginu. Það var ekki Goðasteinn 51

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.