Goðasteinn - 01.09.1967, Side 56

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 56
hverja brekkuna eftir aðra og vorum komnir æði hátt, er við sáum niður í einhverja dökka dæld. Sagði sá kunnugi þá, að sjálfur skrattinn mætti hirða sig, ef þetta væri ekki Austurdalurinn. Var nú stikað stórt niður. Vorum við komnir langt ofan eftir, er sást, að þetta voru svokaliaðir Blesárklofningar. Liggja þeir nokkru sunnar en við höfðum byrjað uppgönguna. Varð nú að keifa sömu leið upp aftur, og þá fundum við Austurdalinn á sínum rétta stað. Gekk allt sinn vanagang úr þessu, og í tjaldstað komum við, eins og aðrir, með nokkuð fé. Þetta var nú síðasta nóttin í afrétti í þetta sinn. Um hádegi dag- inn eftir, var komið í réttir og þá farið að rétta. Það voru ýmsir, er ekki trúðu því, hvað snjódyngjurnar í Strútn- um hefðu verið djúpar og töldu það ýkjur. Samt var þetta satt, enda nóg vitni að því. Þessi fyrsta fjallferð mín gekk skrykkjótt, en þó hvarflaði aldrei að mér að hætta við fjallferðir. Alltaf hafa það verið ánægjulegar stundir hjá mér, er ég ferðaðist um óbyggðir í félagsskap við sauðfé og menn og víðáttu og frið fjallanna. Gömul draumvísa undan Eyjafjöllum Við brúsandi heljarhaf hvergi ber, að standi mædd. Sálargrandi öllu af í guðs faðmi sértu klædd. 54 Goðastemn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.