Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 60

Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 60
stund. Ekki vildum við gera fólki ónæði á bænum, þurftum heldur einskis með, höfðum gengið frá okkur í Vaðnesi. Svo vat haldið áfram að þæfa mýrina. Langstökk varð að þreyta yfir Markaskurð og Háeyrarskurð. Þegar í Álfstétt kom, varð fastara undir fæti, og óðum styttist heim. Loks stóðum við heima við húsdyr, og var þá skammt til fótaferðartíma. Þetta sumar var kona Samúels, Mar- grét Jónsdóttir, heima ásamt börnum þeirra þremur. Útihúrðin var lokuð og lykillinn innandyra. Barið var að dyr- um, en enginn kom til dyra. Þetta var ekki einleikið. Loks tókst að opna hlera á útieldhúsi, bak við íbúðarhúsið. Þar opnaðist leið til inngöngu. En ekki var um að villast, húsið var mannlaust og meira en það, því eitthvað var horfið af rúmfatnaði. Hvernig sem þessu var háttað, þá mat ég mest að ganga til náða. Samúel var ekki rótt, að vita ekkert um sína nánustu, en nú heyrðist, að rjálað var við útihurðina. Samúel hljóp til dyra, nú var auðvelt að opna innan frá. Úti fyrir dyrum stóð Guðmundur á Grund með skörung í höndum og reyndi að opna með honum dyrnar en gekk það illa. Hann kvaðst vera í sendiferð fyrir Margréti eftir einhverju, er hana vantaði, en lykillinn væri týndur. ,,En hvar er Margrét og börnin?“ „Hún er heima í Geirlaugarbæ.“ „Því er hún þar?“ Hún fór þangað eins og fleiri, hér úr nágrenninu, þegar ósköpin dundu yfir.“ „Hvað var það?“ „Nú, hræringarnar.“ „Hvenær var það?“ „1 gærkveldi. Urðuð þið ekki varir við þær?“ „Nei.“ Þarna var lausnin á því, hvað olli grjóthruninu í Ingólfsfjalli, því hvortveggja hafði borið upp á sömu stundirnar. Hvað gerðist næstu klukkustundirnar, fór fram hjá mér, ég var þreyttur eftir næturferðalagið. En mitt milli dagmála og hádegis, var ég vakinn hastarlega. Þá marraði og brakaði hastarlega í hús- inu, og ég sá, hvernig mænir þess hreyfðist sitt á hvað. Og Samúel reis á fætur, úr næsta rúmi. Svona var þá jarðskjálfti, ég hafði aldrei komizt í snertingu við hann fyrr. Hús Samúels var þannig byggt, að grjótveggir voru á þrjá vegu en timbur á einn veg cg svo port og stafnar ofan veggjanna úr timbri. Efri hluti hússins hvíldi því mikið á grjótveggjunum. Nú hafði Samúel heyrt fyrir hálfum sólarhring, hvernig Ingólfsfjall brást við fyrsta kippnum. Húsveggir hans voru mannaverk, þeim 58 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.