Goðasteinn - 01.09.1967, Side 62

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 62
Þórður Tómasson: Nokkrar sagnir i. Huldufólk, eða hvað? Ég ólst upp á Kaldrananesi í Mýrdal til 15 ára aldurs. Bærinn stendur í heiðarbrún og er djúpt gil vestan við hann, nefnt Kerl- ingargil. Sögn segir, að gömul kona hafi hrapað niður í það að vetrarlagi og af því sé nafnið. Niðurganga í gilið var upp frá bæn- um, nokkuð ofan við Kálfastand, nef, sem skagar vestur í gilið. Þar var oft farið um, milli Brekkna og Kaldrananess. Brunnurinn, sem neyzluvatn var tekið úr, var beint vestur af bænum, niðri í gil- brúninni. Þangað var sérstaklega hættulegur vegur stundum að vetrarlagi. Frændi mömmu, Sveinbjörn Sveinsson á Rauðafelli, nefndur Brunna-Sveinbjörn, var fenginn til að grafa nýjan brunn í sömu stefnu frá bænum, en uppi á brúninni. Fyrri part dags á útmánuðum var ég send að sækja vatn vestur í brunn. Sá ég þá konu koma neðan með gilinu og halda upp að bænum. Fyrst datt mér í hug einstæðingsmóðir, sem fyrir skömmu hafði gist hjá okkur með barn sitt. Varð mér ósjálfrátt að orði við sjálfa mig: „Er hún að koma aftur blessuð, en hvað hefur hún gert við barnið?“ Rétt í sömu andrá sá ég, að þetta var bláókunn- ug kona, sem ætlaði að sneiða hjá bænum. Þessi kona var á efra aldri, stór og mikil á velli, klædd strigapilsi og buru úr dökku vaðmáli, með skýluklút á höfði og tréklossa á fótum, sem var ný- lunda fyrir mig. Óhikað hélt hún upp með gilinu, að niðurgöng- 60 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.