Goðasteinn - 01.09.1967, Page 65

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 65
slátra Svetlu, að draumkona hennar kemur til hennar og segir: „,Þú skalt nú bara binda hana Svetlu inn og ekki eyða henni. Láttu nýtt band á hana og láttu hana standa á básnum sínum, og þú skiptir þér ekkert af henni, þangað til í vor.“ Konunni vatð þetta að ráði. Fólkið sá Svetlu í fjósinu allan veturinn og enginn skipti sér af henni, en fjósið áttu tveir eða þrír bændur saman. Á sumardaginn fyrsta dreymdi húsfreyju vinkonu sína, og hún sagði: „Nú skaltu taka hana Svetlu.“ Þá var Svetla troðjúgra, en um veturinn varð aldrei vart við, að Svetlu væri gefið hey eða vatn eða hún mjólkuð. Þetta taldi Helga, að væri alveg sönn saga. Skráð eftir frú Bergþóru Jónsdóttur á Reykjum í Vestmanna- eyjum 9. sept. 1967. III. Vígt Krísuvíkurberg Fyrr á tímum var mjög óhreint í Krísuvíkurbergi, og fórust þar menn við eggja- og fuglatöku meir en eðlilegt mátti telja. Þetta gekk, þar til séra Eiríkur á Vogsósum var fenginn til að vígja bergið. Hann var langt kominn, þegar rödd sagði í berginu: „Ekki lengra, herra, einhvers staðar verða vondir að vera.“ Prestur spurði á móti: „Hvað eruð þið rnargir?" Röddin svaraði: Við veiðum tólf seli á dag og ristum hvern sel í tólf lengjur og hverja lengju í tólf bita, og svo eru tólf um toddann. Teldu svo herra. Séra Eiríkur lét það óvígt, sem eftir var af berginu. Sögn frú Geirlaugar Filippusdóttur frá Kálfafellskoti. Goðasteinn 63

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.