Goðasteinn - 01.09.1967, Page 66

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 66
IV. Reykjanes-Gunna Reykjanes-Gunna, sem svo var nefnd, átti heima suður í Höfn- um og var svarri í skapi. Einu sinni léði hún nábúakonu sinni pott. Sú missti hann niður og kom brestur um annað eyrað. Bað hún Gunnu gott fyrir, en hún froðufelldi af heift og sagði, að þessa skyldi hún hefna, ef ekki lífs, þá þegar hún væri dauð. 1 þeim töl- uðum orðum datt hún dauð niður af tómri heift. Henni var tekin gröf í Hafnakirkjugarði. Sáu grafarmennirnir hana þá uppi í sundi móti kirkjugarðinum og heyrðu hana segja: „Ekki þarf djúpt að grafa, því ekki á lengi að liggja, piltakindur." Afturganga Gunnu gekk svo ljósum logum um skagann og drap fólk og fénað. Var þá sent til séra Eiríks, sem þá var prestur á Vogsósum. Hann kom bráðlega að skyggnast eftir Gunnu og hitti hana einhvers staðar á förnum vegi. Risti hann þá hring umhverfis hana og lét tvo menn ganga þar að með hvítan trefil og rétta Gunnu. Hún tók í hann og gekk af stað en mennirnir eltu. Sagði séra Eiríkur þeim að fylgja henni, þar til hún stoppaði. Það var við hver þann á Reykja- nesi, sem síðan er nefndur Gunnuhver. Slepptu mennirnir þar trefl- inum, en Gunna tók að ganga kringum hverinn og hélt því síðan áfram allt fram á daga þeirra manna, sem ég man. Síðast, þegar hún sást, var hún búin að ganga sig upp að hnjám. Sögn frú Geirlaugar Filippusdóttur frá Kálfafellskoti, sbr. Þjóð- sögur Jóns Árnasonar. Frásögn Geirlaugar er óháð þeim en þó sömu ættar. V. Verskrínan Beinteinn hét vinnupiltur í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Piltur á líku reki var á dvöl þar. Þeir þóttust vanhaldnir að mat í vist- inni, enda víðast heldur þröngt í búi á þeim árum. Haustkvöld 64 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.