Goðasteinn - 01.09.1967, Page 72

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 72
Shyinzl um bnlihi í byigönsafni XII Strokkur Mála-Davíðs Gömlum mjólkurílátum fer fækkandi á sveitaheimilum frá ári til árs. Stafaílát, sem hætt er að nota, falla fljótlega í stafi, og þá er saga þeirra öll. Gömul mjólkurtrog sjást enn í notkun við ýmis hversdagsstörf, sem smátt og smátt slíta þeim. Hending leiðir mann stundum að þessum gömlu, göfugu hlutum, sem hafa líkt og dagað uppi á öld, sem hefur þeirra lítil eða engin not. Hlutir hafa löngum verið metnir eftir gagnsemi sinni, og því gat góður trégirtur strokk- ur orðið eldsmatur skömmu eftir, að hætt var að nota hann. Á síðustu árum hefur sú breyting á orðið, að þessir hlutir eru hjá ýmsum eftirsótt stofuprýði, og satt að segja getur verið að þeim mikil híbýlabót, ef þeir eru þokkalega gerðir og varðveittir og komið fyrir af smekkvísi. Skaftfellingar hafa átt marga ágæta ílátasmiði á 19. öld. Eink- um munu Meðallendingar hafa getið sér frægð á því sviði. Flest verk þeirra eru eydd en þó nægilega mörg varðveitt til að sanna sögu mína. Enn luma mínir ágætu vinir „milli sanda“ á góðum hlutum af þessu tagi. Síðast í haust fékk ég fornfálegt mjólkurtrog með ártali 1821 hjá frú Laufeyju Pálsdóttur á Fossi á Síðu, og í kjallaranum hjá Jóni Ölafssyni í Mörtungu sá ég fagurt, trégirt súrnarker fyrir sauðaskyr, smíðað af langafa Jóns, Ásgrími í Ytra- Dalbæ í Landbroti. Varla er nú annarsstaðar til betra safn af góðum, trégirtum strokkum cn í byggðasafninu í Skógum, og Skaftfellingar eiga heið- urinn af því að hafa smíðað þá og geymt. Kristófer Kristófersson á 70 Goðaste'mn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.