Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 78
Ágústa Einarsdóttir frá Múla:
Dularsögur
Höggið
Á Geldingalæk á Rangárvöllum hvíldi sá orðrómur, að slæðingur
væri á báðum bæjum. I þau þrjú ár, sem ég átti þar heimili, kom
aðeins eitt atvik fyrir, sem eigi fékkst skýring á með eðlilegum
hætti.
Fyrri part vetrar 1945 fékk ég mér göngu með bónda mínum til
húsa. Ferðinni var hcitið inn að ærhúsum, og er þangað um 20
mínútna gangur. Húsin voru þá í Geldingalækjarheiðinni. Þetta var
í ljósaskiptunum. Bjart var af tungli og jörð auð og stirðnuð. Með
okkur var hundur, sem var manninum mínum mjög fylgispakur.
Er að húsunum kom, kveiktum við á lukt, sem við höfðum með-
ferðis. Svo háttaði til, að auk garða eftir endilöngu húsinu, voru
jötur meðfram báðum hliðarveggjum. Luktina hengdum við á
garðastoð. Hundurinn hafði fylgt okkur inn og ærnar biðu í hóp
úti fyrir eftir því, að þeim væri hleypt inn.
Áður en byrjað var að gefa, kveikti bóndinn sér í pípu og studd-
ist upp við jötuband á meðan hann reykti. Allt í einu reið af heljar-
högg í þekjuna, svo að hrikti í sperrum. Það virtist greinilega koma
ofan frá og ólíkt sneggra en frostbrestur. Rakkinn reisti kambinn
og hentist út og ég á eftir. Ekki var neitt að sjá á þekjunni eða í
kring, sem valdið gæti.
Dökkklædda konan
Vorið 1916 var hafizt handa um að byggja íbúðarhús það, er enn
stendur í Múla í Landmannahreppi. Var því valinn staður undir
76
Goðasteinn