Goðasteinn - 01.09.1967, Side 79

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 79
norðurhlið gömlu baðstofunnar, og var mjó geil á milli. Gamli bær- inn var rifinn, áður en nýbyggingin varð íbúðarhæf, og svaf heimilis- fólkið ýmist í hlöðu eða tjaldi um skcið. Kvenfólkið svaf í tjaldinu, og var ég þar með, þá átta ára göm- ul. Morgun einn, er ég var ein orðin eftir og byrjuð að klæða mig,. sá ég gamla konu ganga hægt mcðfram tjaldinu, lyfta tjaldskör- inni og líta inn. Ekki yrti hún á mig en gekk í áttina til bæjar. Taldi ég víst, að hún hefði farið á fund heimafólks. Ég þráspurði um hana, en enginn hafði hana séð. Hún var í dökku fellingapilsi og með' strengsvuntu, hafði yfir sér þríhyrnu, hnýtta aftur fyrir bak og með' skýlu á höfði, bundna undir kverk. Allur var klæðnaður konunnar dökkur og mjög í samræmi við klæðnað eldri kvenna á þeirri tíð.. Þóttist ég strax þckkja þarna komna gamla konu, Guðrúnu Guð- brandsdóttur, systur Sigríðar, sem heima átti lengi í Múla. Heim- sótti hún stundum systur sína, en í þetta skipti hefur það víst að- eins verið hugur hennar, sem var á ferðinni. Rauðu kýrnar Móðir mín, Stefanía Stefánsdóttir, dvaldist alllengi í Kvíarholti í Holtum. Er hún var tæplega tvítug að aldri, sá hún ásamt fleira fólki að vorlagi kýr á beit í Breiðaviki, útsuður af bænum. Allar voru kýr þessar rauðar, fimm eða sex að tölu. Horfði fólkið á sýn þessa góða stund, unz kýrnar tóku á rás suður Dýjalækjarheiði, en hún liggur í suðurátt, séð af hcimahlaði. Spurzt var fyrir um kýr þessar en árangurslaust. Sjálfsagt hefðu þær þekkzt, ef þær hefðu verið úr nágrenninu. Um kýr þcssar var allmikið rætt og talið víst,. að þar hefðu farið huldukýr. Rúmum áratug síðar gerðist móðir mín vinnukona hjá Guðmundi Árnasyni, sem lengst af bjó í Múla í Landmannahrcppi. Hann átti yfirlcitt aldrei öðruvísi litar kýr en rauðar og lætur talan nærri. Á heimili þessu dvaldist móðir mín um þrjátíu ára skeið. Getur það hugsazt, að hún hafi séð fram t tímann? Goðasteinn 77

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.