Goðasteinn - 01.09.1967, Side 81

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 81
Afmæliskveðja Dr. Richard Beck Einn bezti útvörður og fulltrúi íslenzkrar menningar, dr. Richard Beck, varð 70 ára 9. júní þ. á. Richard Beck er svo þjóðkunnur mað- ur, að ekki þarf hér að kynna hann í löngu máli, en Goðasteinn á honum svo margt gott upp að unna, að ekki er hægt að láta hans með öllu ógetið við þessi tímamót. Richard Bcck er hið næsta af góðum, austfirzkum bændaættum, sonur Hans Kjartans Beck bónda á Svínaskálastekk við Reyðar- fjörð og konu hans, Þórunnar Vigfúsdóttur. Hann vann í æsku á sjó og landi við margvísleg störf, brauzt til náms af miklum dugn- aði og með frábærum árangri. Árið 1921 flutti hann vestur um haf og hóf nám í Cornell háskólanum í íþöku, sem Islendingum er vel kunnur. Þar er eitt bezta safn íslenzkra bóka í heiminum (Fiske- safnið), og þar vann dr. Halldór Hermannsson sitt gagnmerka bókmenntastarf fyrir Island. Hlaut Richard Beck leiðsögn hans í háskólanámi. Richard Beck lauk háskólaprófi í bókmenntum og málvísindum 1924. Tveimur árum seinna tók hann doktorspróf við Cornell há- skólann. Nær fjörutíu ár hefur Richard Beck verið prófessor í nor- Goðasteinn 79

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.