Goðasteinn - 01.09.1967, Page 86

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 86
Hér var ekkert hokurbú og hjúin létt í sinni, mig til rekur minni nú, montinn af búslóðinni. Var oft stofnuð veiðiför, vönduð áhöld krækin, ekki rasa skyldi um skör, skunda í bæjarlækinn. Þar var oftast föng að fá, fiskur lá með steinum, spannarlanga suma sá, með silfurglansa hreinum. Þannig fluttist björg í bú, blómgast kætin sanna, ráðskonan sem rausnarfrú réttinn bar til manna. Diskar borði dekktu á dugðu vel í hófi, kúskeljar þar stoltar stá, stærri en karlmannslófi. Þá var sjót um sinnið létt, sólar morgunvaka, ef í bókum upp er flett, allt nú langt til baka. Sízt með raunum sverti blað, sól er enn í huga. Bindur allt við stund og stað stjórn hins almáttuga.

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.