Goðasteinn - 01.09.1967, Page 87

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 87
Við höfum ferðazt langa leið lífs á hættuslóðum, ekkert skipbrot okkar beið, umsjá guðs í stóðum. Finnum nú við fótmál hvert, að forsjón studdi á vegi. Það er mestra þakka vert, þegar hallar degi. Fjórtán voru fjörborin, föður og móður vandi, sumum fækka svo sporin, sjö á hvoru landi. Sátt og glöð við sjáumst hér, sem á fyrri dögum, ung í sinni, eins og ber, orð í ræðu lögum. Stefán kætir marga menn, mjög þó gráni hárin. Fjörutíu telur tvenn trítluð framhjá árin. Mín er ósk og bróðurbæn, blessun öll þér hlúi. Framtíðin sem grundin græn gæðum að þér snúi. Góður vinur Goðasteins, Erlingur Filippusson grasalæknir, and- aðist í byrjun þessa árs, 93 ára að aldri, eftir góða, annasama ævi. Um áratuga skeið hélt hann merki móður sinnar á lofti við að líkna veikum. mönnum, oft mcð undraverðum árangri. Hann var allra Goðasteinn 85

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.