Goðasteinn - 01.09.1967, Page 91

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 91
Fitjármýri, Eyjafjöllum, Ólafur Guðmundsson verkam. Reykjavík, Sigurjón Guðmundsson kennari, d. 1933. Sigurður Hólm Guðmunds- son, verzlunarm. Reykjavík, Gytha Jacobína Friðrika Guðmunds- dóttir, gift, Reykjavík, Margrét Ragna Guðmundsdóttir, gift Ant- oni b. Fífuhvammi, Isakssyni. IV. Guðmundur Ólafsson frá Fjalli var mikiil vexti og sterkur. Bar höfuð og herðar yfir alla meðalmenn. Vel limaður, beinvaxinn og vel á sig kominn að öllu. Augu blágrá. Augnatillitið djarft og ein- beitt. Dökkur á hár og hærður vel. Loðbrýndtir, hánefjaður nokk- uð, fremur stórskorinn, cn svipmikill og að öllu vel farinn í andliti. Höfuðstór langhöfði. Glæsimenni og atgjörvismaður. Átti ríka hneigð til hljómlistar og var lengi „organisti“. (Sjá Goðastein, rí h. 6. árg. 1967). Gamansamur og kíminn. Orkti gamanvísur á yngri árum. ; V. Guðrún Sigurðardóttir var í hærra meðallagi á vöxt, vel limuð og höfðingleg að útliti. Hárið jarpt, mikið og fór vel. Vel farin í andliti. Augun grá, mild og hlý. Sviphrein og hverjum manni geð'- þekk. Gestrisin og góðgcrðasöm. Ástrík móðir og umhyggjusöm. ’ ' ■■ ■■■ Goðasteinn 39

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.