Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 6
en verið þreklítill og með bæklaðan fót. Þuríður minntist einnig á
Sesselju móður Jóns, sagði að hún hefði verið svo slitviljug að hefði
hún látið það eftir sér að láta sér renna í brjóst utan við varpann,
er fólk tók sér miðdagshvíld um túnasláttinn, þá hefði hún haft
mjaltahausinn sinn fyrir kodda svo öruggt væri að svefninn yrði
ekki meira en rétt fuglsblundur.
Bók sá ég í æsku sem bar það með sér að Jón Sigurðsson í
Steinum hafði bundið hana. Bandið var komið á vonarvöl og úr
spjöldunum dró ég gömul spil og brot úr handriti af rímum og
riddarasögum frá aldamótunum 1700. Brotin setti ég saman í kver
sem dr. Björn Karel Þórólfsson hafði síðar að láni og ég veit nú ekki
hvar er niður komið.
Ungur að árum blandaði ég svo geði við Jón í Steinum í ættar-
tölubók hans í handritasafni Landsbókasafnsins (ÍB. 545, 8vo).
Hún ber höfundi sínum, fátækum sveitapilti, fjærri ættbókum,
merkilegt vitni um elju og brennandi áhuga á fræði og sögu. Bestu
uppsprettur hennar eru fróðleiksfólkið sem Jón átti aðgang að,
gáfuð og fróð móðir og þrír vitrir og fróðir bændur, Einar
Sighvatsson hreppstjóri á Ysta-Skála, Jón Jónsson í Hamra-
görðum undir Eyjafjöllum (1782—1868) og Páll Sigurðsson í
Árkvörn (1808—1873). Saman við ættarrakningar blandast
margvíslegur fróðleikur um fólkið sem frá er sagt.
Jón í Steinum
Jón í Steinum var fæddur þar 25. mars 1840, sonur Sigurðar
Vigfússonar og Sesselju Jónsdóttur. Ættir þeirra verða ekki raktar
hér en um þær má fræðast í ættbókum Jóns. í Steinum var eitt af
fáum sveitaþorpum landsins á þessum tíma og kirkjustaður. Þarna
bjuggu 8 bændur á 60 hundraða jörð, flestir við þröngan hag. Gott
ósengi, silungsveiði í Holtsósi og sjávarafli héldu fólki við líf og bú.
En fólkið átti auð sinn í fornri íslenskri menningu, í menningu
gamalla bóka og sögnum, kvæðum og þulum, sem fluttust í
frásögn frá einni kynslóð til annarrar.
Fátækt og fróðleiksást einkenna framar öllu öðru ævi Jón í
Steinum. Þáttaskil urðu í ævi hans 1853. Þá tók hann fótarmein
4
Goðasteinn