Goðasteinn - 01.06.1985, Side 20

Goðasteinn - 01.06.1985, Side 20
vitnisburð að hann gæti ekki fagnað vinum sínum svo að munaði frá öðrum þvi hann væri allra vinur. Ég hverf nú sem hraðast frá þessu, kæri nafni, því ég ætlaði ekki að fara að rita yður hólsbréf, „hverf heldur til eðlis míns” (eins og sagt var um tröllin að fornu fari), það er sögulegur fróðleikur. Ég hefi ætlað mér að safna miklu í sumar og næstkomandi vetri, en hvort það verður nema sem komið er, efast ég um, því mig er þegar farið að skorta pappír, því ég verð að ætla minni góðu móður nokkuð, því hana langar til ég skrifi upp Sögu af Valdbrandi svikara. Þar fyrir utan skrifa ég svo margt af ýmsu smádóti. Tólf arkir sendi ég þér með Gísla litla í Holti sem viðauka til þjóðsagna þeirra er þér en nú með höndum hafið að safna, ýmislegur samtíningur og kann það vel að vera að sumt af því heyri ekki safni yðar til. Til á ég handrit af Gyðingnum gangandi miklum mun lengra en þó allt það sama sem prentað er í Þjóðsögunum. Veit ég ekki hvort ég á að fara að rita það en ómögulegt er að semja þar af viðbætir. Þess verð ég að biðja yður, kæri nafni, að leiðrétta og lagfæra þar sem þörf þykir orðfæri eða ef í kynni vanta stöku orð og staf, sem ég veit að vera muni, þar ég hefi ritað það mestallt um sláttinn af mesta flýtir, opt með bitann uppí nrér. Kvæði hef ég ýmisleg sem ég hefi ekki komist til að skrifa. Yður þykir máske einkennilegt það ég hefi opt hnýtt aptan við sögurnar það ég veit um æfi þeirra, enda eru langflestar eptir móður minni sem ákaflega er uppá öll vísindi og eru þær sögur fleirstar eptir ömmu hennar og fóstru Guðrúnu Gísladóttir. En eins og merkilegar sögur eru þess verðar að geta þess hver þær hafa sagt, svo sem er gjört af höfundi Ólafs sögu Tryggvasonar, svo eru þjóð- sögurnar (víst sumar þeirra) verðar þess og þurfa þess heldur engu síður við. Ég þorði ekki að geyma þetta lengur, því ég hélt ég mundi ekki fá kostnaðarlausa ferð seinna. Það heyri ég að þér hafið engar sögur um Paradísarhelli né Snorraríki inni á Þórsmörk. Heyrt hefi ég sögu um hvorutveggja, þó næsta óskilmerkilegar, enda er ég búinn að gleyma því sem ég heyrði um Paradísarhellir, enda skrif'a ég ekkert um hann fyrr en ég er búinn að skoða hann, sem ég hefi í áformi að gjöra á sunnu- daginn um Ieið og ég fer með blöðin út að Holti. 18 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.