Goðasteinn - 01.06.1985, Page 22
því hann var ekki skyggn, sókti svo Solveigu dóttur sína og sagði
hún honum hvert Gráni fór en karlinn kveðandi á eptir. Sífellt áttu
þeir í erjum hann og Jón skáld. Einu sinni er Jón var sem illskjæld-
astur kvað síra Páll:
Færi betur fyrir þitt sprok
þú fengir að rata í sandinn.
Ætti að skerast ofan í kok
úr þér tungufjandinn.
Jón drukknaði í Rangá eða Þverá og fannst rekinn uppá eyri eina
að öllu öðru en því að tungan var úr honum sem skorin væri.
Þess er varla getandi, sem ég þó hefi heyrt, að Sigurður Breið-
fjörð og síra Páll voru staddir í búð einni (hvort það var í Eyjum
hefir nrér ekki verið sagt). Sprekaði kaupmaðurinn þeim til sem
skáldum og lofaði þeim gjaldi fyrir ef þeir kvæðu hund Sigurðar,
er þar svaf við stigann, upp tröppurnar. Sigurður var tregur til þar
hann átti hundinn. Síra Páll kvað upp sofandi hundinn tröppu af
tröppu en Sigurður niður. Varð hundurinn aldrei jafngóður eptir.
Þessa sögu hefi ég ekki ritað í blöðin.
Að endingu minnist ég enn Þjóðsagnanna og hinna bókagjaf-
anna með þakklæti, kveðjandi yður með vinsemd og virðingu.
Jón Sigurðsson.
Léekningabók Jóns Guðmundssonar lærða sem um getur í bréfinu er nú sennilega
i handritasafni Jóns Árnasonar, JS. 418, 8vo.
Steinum 4ða Febrúar, 1965
Heiðraði vinur. Alúðafyllsta þakklæti fyrir yðar þægiiega bréf
ásamt „allt gamalt og gott,” því mér þótti vænt um að fá svar uppá
bréfin. Mér hefir gengið seigt og fast að safna til þjóðsagnanna
síðan ég sendi yður í haust með Gísla litla frá Holti þvi ég á svo bágt
með að fá það sem nokkuð heitir merkilegt. Samt hefi ég keypt einn
kunningja minn f'yrir nóg af stálpennum handa honum árið þetta
að skrifa upp fyrir mig það sem hann man merkilegast þar að
20
Goðasteinn