Goðasteinn - 01.06.1985, Page 29

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 29
Sá ég það um daginn er ég leit í Þjóðólf að komin er út næstum orðrétt sagan um Paradísarhellir eins og ég var áður búinn skrifa i safn mitt, enda má svo að kveða um Pál í Árkvörn að „sá kló sem kunni” og svo vænti ég fari þó ég fari að hripa það litla sem ég get útspurt um Snorraríki. Nokkuð er ég búinn að skrifa upp af gömlum kvæðum, flest eptir minni, í vetur, sem hér ganga, bæði handa sjálfum mér og þá, upprenni sá dagur að þessháttar gamaldags kvæðasafn yrði dregið saman í eitt, því þau eru líks eðlis, svo er væntanlegt að þessi glatist ekki svo brátt. Safna er ég líka því sem mér berst í hendur af ljóðum eptir Hallgrím prest Pétursson, því ég er alltaf að vonast eptir að einhverir mér meiri menn muni safna því er til er eptir hann og gefa á prent. Eru þá blöð mín ofurlítil sandögn í þá byggingu, heimul hverjum þeim er þar með vill heiðra minningu vors lofsæla skálds. Er það ekki sjálfsagt ég fái nýtt bréf með nýu sumri og næstu póstgöngu, því smátt er barnagaman þar ég á hlutinn að? Ofurlítið er móður minni farið að skána. Hún klæðist optast nær og situr uppi svo nú þarf ég ekki að gefa henni inn nema einstöku sinnum, enda er ég orðinn á hjarni með þessleiðis. Ég fjölyrði þetta ekki meira en fel yður drottins handleiðslu. Jón Sigurðsson. Girnist þér, nafni, eitthvað af bókum þeim ég nefnt hefi, þá verðið þér að nefna þær með nafni, því ég hefi enga uppteiknun á þeim þó þær væru í röð í bréfi mínu. Bréfið er árilað af Jóni Árnasyni: 5/5 svarað. Steinum þann 6ta Febrúar, 1866. Kæri nafni, alúðar heilsan. Alúðarfyllsta þakklæti fyrir allt gott undanfarið. Nú verður ekki margt í fréttum að rita af því er okkur báða varðar, því í vetur hefi ég að engu komist fyrir útistörfum, þvi mín góða móðir hefir legið í allan vetur og varð að annast hana seinasta hálfa mánuðinn eins og vöggubarn þar til Guði þóknaðist að leiða hana frá þessa heims langri mæðu og krossburði til annars Goðasteinn 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.