Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 30
betra heims nóttina þess 25. janúar næstliðins með hægu andláti úr
svefni og var það mér ánægjusöm harmastund að vaka yfir henni
og veita henni þá seinustu þjónustu er mér var unnt, harmastund
að missa þá móður hverrar einasta mark og mið var að tendra í
hjörtum okkar það ljós er til eilífs lífs leiðir, ánægja að sjá hana
andast með allri þeirri róserni sem guðhræðslan hefir í för með sér,
innganga svo í þann eilífa fögnuð. Seinasta orð hennar til okkar
systkinanna var vorkunnsemi við okkur að vaka svo lengi yfir
henni. Fann hún þá hvað æfistundunum leið, leit til okkar með
rósömu, blíðu brosi, sofnaði svo og vaknaði ekki framar til þessa
lífs eptir það ég var að enda við að lesa henni niðurlag af II. kapítula
fyrra bréfs Páls postula til Korintumanna.
Síðan hefi ég ekki komist að að skrifa, ekki heldur haft eirð á
neinum hlut, með því ég sýktist líka og er enn rúmfastur, svo að ég
get varla skrifað yður miða þennan. Bjóst því við að pósturinn
mundi fara áður.
Afbragðs vel tók sóknarpresturinn, síra Kjartan, umburðarbréfi
yðar og hefir bæði starfað að sjálfur og fengið aðra til að rita lista
yfir gamlar prentaðar bækur og viljað vanda hann að öllu eptir
fyrirmælum yðar. Fátt ætla ég uppkomi afargamalt annað en Stóri
katikismus Lúters með formálum síra Arngríms á Melstað, Iðrunar
íþrótt, Sermon urn Helvíti frá 1693 með Appendix um íhugun
eilífrar sælu. Þar af sést Spegill eilífs lífs er prentaður af herra
Guðbrandi og útlagður 1607.
Séð hefi ég ekki svo ómerkilegt handrit. Það eru Öndrur gömlu,
fyrri parturinn, sem ég ætla fáanlegar séu því menntavinur á i hlut,
Einar son Einars gamla Sighvatssonar á Skála. Flann hefir líka af
sjálfsdáðum útvegað brýni sem fannst þar sem mælt er hof Þórs
hafi verið á Þórsmörk og ekki látið það þó honum hafi verið boðið
í það geip, annaðhvort sendir hann það með mér eður færir yður
það sjálfur fari hann suður að sumri til Jónasar eins og ég hefi beðið
hann um. Ég á ómögulegt við að gjöra þó mér dokist lítið fyrir yður
í þessleiðis störfum eður Jónasi í hinum.
Beri svo við að þér finnið Jón assisor Pétursson þá berið honum
kæra kveðju mína og það ég hafi í hyggju að enda öll mín orð við
hann um ættartölu sem við töluðum um í vor eð var, því mér þætti
28
Goðasteinn